Wednesday, February 26, 2014

Vatnsdeigs bollur


Sá þessa uppskrift á LKL síðu á facebook og ákvað að prófa. Breytti reyndar uppskriftinni ogguponsu en upprunalega kemur frá Þórunni Berndsen. Þær vour pínu blautar að innan. Kom samt ekki illa út og ég var alveg að líka það. Prófaði líka að skafa innan úr þeim og það heppnaðist vel.



Vatnsdeigsbollur


125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
4 lítil egg eða 3 stór
1 tsk xhantan gum
15 dropar Via-Health stevíu vanillu eða original

Hægt að setja 20 g möndlumjöl á móti 20 g af kókoshveiti ef fólk vill minna kókosbragð og aðeins grófari bollur. Hinsvegar fann ég ekki kókosbragð og er viss um að stevían kemur til bjargar þar.

Ef þið viljið sleppa öllum mjólkurvörum sökum ofnæmis eða óþols er hægt að nota smjörlíki í stað smjörs og þeytta kókosmjólk í stað rjóma :) Búið til súkkulaði úr kakó, sukrin melis og smjörlíki

Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti og möndlumjöl bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið. Í lokin eru stevía dropum bætt við.

Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 190 gráður í ca 30 mínútur.

Ég bræddi svo sykurlaust súkkulaði og setti á bollurnar :)





Tuesday, February 25, 2014

Blómkáls cheddar súpa

Þegar maður vaknar með kvef í öllu andlitinu, beinverki og hita þá er ekkert eins gott en að fá heita súpu í kvöldmat. Það er líka góðs viti að langa að mæta í vinnuna þegar maður er veikur en stundum þarf bara að leggjast undir feld og hvíla sig. Ég er gikkur, ég játa það alveg en það sem virkar vel á grænmetisgikki eins og mig er að útbúa holla súpu og mauka grænmetið í öreindir :)
Þessi súpa slóg í gegn og var mettandi og góð á svona köldum degi.



                                                              Blómkáls cheddar súpa

10 lengjur af beikon
1 laukur gróf saxaður
1 sellerí stilkur, gróf saxaður
2 hvítlauksgeirar
1 meðal stór blómkálshaus
2 msk smjör
500 ml kjúklingasoði
100 g rjómaostur
100 g rjómi
2 msk saxaður graslaukur
salt og pipar eftir smekk
rifin cheddar ostur

skerið beikon í bita og steikið á meðal hita í potti í ca 5 mínútur. Takið úr potti og setjið á pappír og geymið. 2 msk af smjöri sett í pottinn (minna ef það er mikið af vökva eftir beikonið) og bætið við lauk, sellerí og hvítlauk og látið brúnast í 10 mínútur á meðal hita. 
Blómkál þrifið og skorið í bita og sett í vatn. 

Ég átti ekki kjúklingasoð svo ég setti tvo kjúklingateninga í pottinn með blómkálinu og vel af vatni. Látið koma upp að suðu og látið sjóða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Setjið blómkál ásamt 500 ml af soði í pottinn með grænmetinu. Maukið með töfrasprota þar til orðið af fínni súpu með engum bitum í. 
Sett aftur á heita hellu og bætið við rjómaosti, rjóma og beikoni og hitið upp súpuna. Í lokin er graslaukur sett út í ásamt salt og pipar eftir smekk. Ég saltaði ekkert enda kom nóg af salti frá beikoninu. Setjið í skál og dreifið rifnum cheddar osti yfir.


Monday, February 24, 2014

Fylltar kjúklingabringur

Ef þessi máltíð er ekki mettandi og ljúffeng þá veit ég ekki hvað. Ég elska þegar Jónbi er heima og við stöndum saman í eldhúsinu og eldum og prófum nýja hluti. Best er þegar galdrað er fram eitthvað með því sem er til í ísskápnum. Það er bara ekki eins gaman að elda þegar hann er ekki heima. Það verður ótrúlega ljúft að fá hann heim for good fljótlega :)



Fylltar kjúklingabringur


4 kjúklingabringur
Basil Pestó 
(var með frá Stonewall Kitchen)
Mozzarella ostur, ein kúla
Hvítlauksolía 
(var með Roasted Garlic oil frá Stonewall Kitchen)
Krydd eftir smekk


Snyrtið bringurnar og skerið rauf í bringuna annað hvort ofan á eða á hliðinni. Setjið um 2-4 tsk af pestói í hverja bringu eftir stærð og smekk. Skerið mozzarella ostin í sneiðar og setjið í raufina. Kryddið með salt og pipar eða kjúklingakryddi.

Setjið bringurnar í eldfastmót með olíu í botninum. Ég setti vel af hvítlauksolíu. Setti álpappír laust yfir mótið og setti ofn sem var á 200 gráðum og hafði í 30 mínútur. Þá tók ég álpappírinn af og stráði smá rifnum osti yfir og hafði í 10 mínútur í viðbót.

Meðlætið var blómkál og sveppir steiktir upp úr hvítlauksolíu. Skar blómkálið í litla bita og setti í eldfastamótið með kjúklingabringunum og stráði smá af salti yfir. Þegar ég stráði rifnum osti yfir kjúklinginn setti ég líka yfir blómkálið. Sveppir voru skorin í sneiðar og steikt í nokkrar mínútur upp úr hvítlauksolíunni.

Sósa var piparostur og rjómi brætt saman í potti :)


Sunday, February 23, 2014

Oopsie


Til lukku með daginn ykkar konur! Við mæðgur áttum yndislegan dag með strákunum okkar öllum. Já allir komnir heim í nokkra daga. Bestu fréttirnar eru samt þær að eiginmaðurinn stefnir á að flytja aftur heim í apríl og vinna hér á landi. Þá lýkur næstum 2 ára "útlegð" á Grænlandi. Það verður æðislegt að fá hann aftur heim :)

Helgin byrjaði vel þar sem við fórum á Hótel Þingholt ásamt vinapari okkar og skemmtum við okkur vel svona einu sinni án barna. Fórum á Lækjabrekku þar sem við fengum heila hæð fyrir okkur. Ætli starfsfólkið hafi bara ekki séð á okkur að við vorum ekki í rómatíska gírnum með hvísli og fótastrokum heldur meira að fá sér smá mojito og hlæja og hafa gaman :) Eftir það var kíkt á Danska þar sem fjörið hélt áfram og sungið og hlegið fram eftir nóttu. 



Í dag buðu strákarnir okkur stelpunum í brunch á Vox og svo var kíkt á skauta :)





Sunnudagar eru góðir dagar til að reyna skipuleggja vikuna sem er að hefjast með bakstri. Smákökur, brauð og oopsie er eitthvað sem oft er bakað á sunnudögum. Oopsie var eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég tók út sykur og hveiti og finnst ótrúlega gott að fá mér með smjör og osti eða sem heit samloka eða bara eitt og sér. Ég er nokkuð viss um að þetta heitir oopsie því það er erfitt að baka þessar og láta vera fluffy og þykkar og hef ég svosem ekki náð því enn. Mér er alveg sama, þær smakkast jafn vel og gera sitt gagn.


Oopsie


3 egg
100 g rjómaostur
1/2 msk husk
salt klípa

Aðskilja hvítur frá rauðum. Stífþeyta hvíturnar. Rjómaostur og eggja rauður þeytt vel saman. Salt og husk bætt við rjómaost og rauður og látið standa í 5 mínútur. Eggjahvítur varlega bætt út í með sleif. Passa að hræra ekki of mikið. Nota skeið til að setja á plötu með bökunarpappír. Hægt að gera stakar kökur eða leyfa þessu að vera ein stór og skera eftir bakstur. Bakað við 150 gráður í 15-20 mínútur.
Hægt er að krydda með hvaða kryddi sem er til að auka fjölbreytileika. Einnig hef ég heyrt að sumir hafa búið til oopsie með beikonosti og það heppnast vel :)

Thursday, February 20, 2014

Blómkálspopp

Ég fæ aldrei leið af blómkálspoppi og finn mér margar útgáfur til að prófa. Þessi er sú nýjasta og er sjúúúklega góð. 
Ég elska hvítlauk og vil helst fá hvítlauk með öllum mat. Ég get hreinlega hvítlauk eintóman, en að sjálfsögðu eldaðan. Ég elska hann meira segja þó að það sprakk hvítlaukur um allt eldhúsið mitt í vetur. Ég var ekki lengi að verða hrifin af olíunni sem ég notaði í poppið. Eitthvað sem heitir Roasted garlic oil hljómar bara of vel. Og lyktin sem fyglir! ómæ hún er æði. Jæja þetta blogg er farin að vera ástarjátning mín til hvítlauks. Þetta er auðvelt að útbúa og tilvalið kvöldsnakk. Sætleikinn frá blómkálinu er svo fullkomið á móti hvítlauks og parmesan bragðinu.




Blómkálspopp


1 poki frosið blómkál (látið þiðna) eða lítill blómkáls haus
3-4 msk Roasted Garlic olía frá Stonewall Kitchen
rifin parmesan ostur
salt

Stilkar skornir frá og blómkál skorið í hæfilega munnbita.
Olía og parmesan ostur sett í skál ásamt blómkáli og blandað vel saman. Sett á plötu með bökunarpappír og inn í ofn sem er 180 gráður heitur. Eldið í 30-40 mínútur þar til brúnt og stökkt. Gott að hræra einu sinni tvisvar á meðan. Þegar tekið út er gott að setja smá salt yfir. Best að borða heitt.


Friday, February 14, 2014

Kókos chia búðingur

Kókos chia búðingur, eitthvað sem ég þarf að gera í hverri viku. Ég kvarta ekki. Þetta er einfalt, fljótlegt og sjúklega hollt og ég því ánægð að vera beðin um að útbúa þennan fyrir eitt barnið. 
Gott í morgunmat, í nestið, síðdegis hressingu og í kvöldkaffi.





Kókos chia búðingur


1 dós kókosmjólk
40 g chia fræ
10 dropar Via-Health stevía vanillu, kókos eða original
100 g maukuð jarðaber 

Kókosmjólk sett í skál og pískuð ef hún er misþykk. Chiafræ og stevía bætt út í og látið standa í 10 mínútur. Jarðaber maukuð (er ýmist með fersk eða frosin) og blandað út í.



Tuesday, February 11, 2014

Súkkulaði ís


Það er búið að vera hrikaleg sætinda þörf síðustu sólahringa hjá mér. Bíllaus og föst heima með veikt barn. Ónei! Þá fékk ég mikla þörf að drekka Zevía drykk og fá mér ís. Ég var við það að senda næstum átta ára son minn út í Hagkaup að versla Zevía en hætti við. Svo var ég við það að láta hann passa systur sína og fá hjólið hans lánað en já nei fannst það ekki heldur sniðug hugmynd. Í kvöld gafst ég upp og ákvað að búa til súkkulaði ís eftir uppskrift sem ég fann á netinu og ómæ hvað það var ljúft!!! Þetta var alvöru súkkulaði ís fyrir allan peninginn!!! Börnin mín verða ánægð á morgun þegar þau fá að smakka á honum, ef ég verð ekki búin með hann ;)




Súkkulaði ís


1 bolli sukrin melis
3 egg
1 bolli kakó (var sjálf með Hersey's)
1 bolli möndlumjólk eða laktós frí mjólk
1,5 bolli rjómi
6 dropar Via-Health stevía original
salt klípa



Egg, sukrin melis, kakó og mjólk sett í skál og blandað vel saman. Setja skálina í örbylgju í ca 20 sek og hræra vel saman þar til vel blandað. Því næst er salt og rjómi bætt út í (óþeyttur). Sett í box og inn í frysti. Ef þú ert alveg að farast úr ísþörf getur sett ís í nokkur muffins form og sett í frystirinn og látið bíða í ca 20 mínútur. Þá ertu komin með fínar súkkulaði ís kökur :) Áður en ég fæ mér ís er ég farin að láta kalt vatn renna á ísskálina sem ég ætla að nota og setja hana í frystirinn í nokkrar mínútur. ísinn helst þá kaldur og góður á meðan þú borðar hann ;)



Monday, February 10, 2014

Heit ídýfu sósa


Þegar manni langar í eitthvað djúsí fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, þá er þetta málið.



Snakk


Ostsneiðar sem ég er búin að skera í x, fæ semsagt 4 þríhyrninga úr. Set á bökunarpappír og inn í ofn í ca 5 mínútur við 180 gráður. Þetta er samt mjög misjafnt eftir ostum og ofnum svo fylgist með. Leyfið að kólna og þá ertu komin með glæsilegt snakk. Kryddið ostinn eftir smekk, hvítlauk, pipar eða jafnvel chili.

Ídýfa


1 krukka sykurlaus salsa sósa (eða heimagerð)
1 dós sýrður rjómi 18%
1 poki rifin ostur


Í litið eldfast mót er sett fyrst sýrður rjómi sem er dreift vel í formið. Því næst er salsa sósa sett yfir og í lokin rifin ostur. Inn í ofn sem er 200 gráður í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er gullin.

Heimagerð salsa sósa.


Ég geri stundum heimagerða salsa sósu. Er ekki með neina uppskrift fasta en hendi því sem ég á til í ísskápnum.

1 laukur eða rauðlaukur
1 lítill chili
1/2-1 paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk lime safi
smá salt
handfylli af steinselju, fínsöxuð

Gróf saxað og maukað eftir hentisemi. Ég vil hafa þetta fín maukað. Þetta er alveg tveir þrír skammtar eða einn mjög stór ;)




Sunday, February 9, 2014

Sunnudags vöfflur

Vöfflur á sunnudegi, er það ekki heilagt?
Ákvað að prófa að setja saman eina uppskrift og heppnaðist vel :) 




Sunnudags vöfflur ca 2-3 stk


2 egg
4 msk rjómi
1 msk möndlumjöl
2 tsk fiberhusk
1-2 msk sukrin gold
6-8 dropar via-healt karamellu stevía eða vanillu
salt á hnífsoddinn

Blanda öllu vel saman og smakkið til. Ef of mikið eggjabragð sætið betur og leyfið að standa í nokkrar mínútur. Spreyið vöfflujárnið með pam spreyji eða setjið smjörklípu er það er orðið heitt. Bakist þar til orðið gullinbrúnt. Borið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Eða með smá sukrin á eins og börnin vilja ;)


Monday, February 3, 2014

Rjómabúðingur

Í dag vorum við svo heppinn að fá nýjan meðlim í fjölskylduna. Hann Batman kom loks heim frá Kattholti og gerir heimilið fjörugra. Ég hef aldrei kynnst eins mikilli kelirófu á ævi minni! Hann elskar að vaða beint í andlitið á mér og knúas mig, hann meira að segja klappar mér um kinn með loppu sinni. Honum finnst eldhúsið líka ansi skemmtilegt og þarf ég nú að venjast því að ganga þar um án þess að traðka á kettlingnum :)
Það getur stundum verið erfitt að vinna í tölvunni með þessa kelirófu ;)



Stundum kemur sætuþörfin úr þurru lofti og mig vantar einhvað gott strax. Í gær gerði ég þennan í flýti og hann var góður!!! Passa bara að borða ekki of mikið af honum, þá gæti manni orðið bumbult.






Rjómabúðingur


200 ml rjómi
1,5 msk chia fræ
4 dropar Via-Health karamellu stevía


Rjómi þeyttur.
Chiafræjum bætt út í ásamt stevíu dropum.
 Öllu hrært vel saman.
sett í kæli í 30 mín eða frysti í 10 mín

Saturday, February 1, 2014

Kanilsnúðar


Það hefur farið lítill sem engi tími í bakstur eða heimagerðan mat síðustu tvær vikurnar í janúar. Langt síðan ég hef verið svona hrikalega upptekin og dagbókin mín er útskrifin alla daga vikunnar en ég elska þetta. Það færist einhvern vegin meira líf í mig við allt þetta stúss.

Það er mikil eftirvænting á heimilinu því við ákváðum að fá okkur eina kisu í fjölskylduna. Við kíktum á mánudaginn í Kattholt og þegar inn var komið þá var einn kettlingur sem átti hug okkar allan. Hann var svo óhræddur við okkur og kelin og ætlaði með okkur heim á staðnum. Börnin urðu ástfangin frá fyrstu mínútu og nafnið sem hann bar var nafn sem þau elska en kisi heitir Batman. Verst er að Batman kallinn er búin að vera eitthvað illt í maganum og því ekki hægt að ormahreinsa og örmerkja fyrr en hann er orðin betri. Við vonumst til að geta tekið hann heim eftir helgi.

Við mæðgur erum aleinar heima þessa helgina og í morgun var skellt sér í eldhúsið að baka kanilsnúða. Þeir heppnuðust mjög vel. 



Kanilsnúðar 6 stk

25 g mjúkt smjör
1 egg
60 g möndlumjöl
1,5 msk kókoshveiti
2 msk sukrin melis
1,5 tsk lyftiduft
1 tsk fiberhusk
3 dropar Via-Health kanil dropar

Fylling

50 g smjör
1.5 msk sukrin gold
1 tsk kanill

Blanda smjöri og þurrefnum vel saman.
Eggi bætt út í og öllu vel blandað saman. Ef deigið er mjög blautt er gott að bæta smá möndlumjöl við en stærð eggjar getu haft áhrif á hversu blautt það verður. Deigið sett í ísskáp í ca 10 mínútur. Sett á bökunarpappír og önnur örk af bökunarpappír sett yfir og rúllað út í litinn ferhyrning. Fyrir fyllinguna þá er smjör ásamt strásætu og kanil sett í pott og látið bráðna saman. Dreift á deigið og því rúllað upp. Getur verið pínu vinna en gott að nota bökunarpappírinn til að hjálpa við upprúllunn. Svipað og gert er þegar hakkrúlla er rúlluð upp, fyrir þá sem kannast við það. Rúllan skorin í sneiðar og sett í muffinsform. Bakað undir miðjum ofni í 20 mínútur á 150 gráður.