Monday, March 30, 2015

Sykurlaus páskaegg


Páskarnir rétt handan við hornið.
Ég er eiginlega ekki að trúa því að það sé strax komið að páskum!

Ég reyndar fæ mér páskaegg um páskana. Læt það eftir mér. Ég er reyndar ekki mikil páskaeggja kona. Þegar ég var barn og unglingur náði ég aldrei að klára páskaeggið mitt. Hinsvegar sá ég að það er komið hvítt súkkulaði egg. Ég er búin að fjárfesta í einu og setja upp í skáp.

En það eru ekki allir sem geta fengið sér þessi venjulegu páskaegg og hér er því ein uppskrift fyrir þá.

Formið keypti ég í Hagkaup en þeir eru að selja það fyrir Allt í köku.



Páskaegg


1/2 bolli kakósmjör, smátt skorið
1/2 bolli kókosolía, bragðlaus
40g ósykrað kakó
30g Sukrin Melis
10 dropar súkkulaði stevía

Kakósmjör og kókosolía sett í pott og brætt á lágum hita. Hrærið reglulega í.
Þurrefnum og stevíu blandað við og sett í pottinn. Hrærið vel en það getur tekið smá stund að fá sætuna og kakóið til að bráðna.

Setjið í formin súkkulaðið, ef þið ætlið að fylla þá setjið 1/3 af súkkulaði í formið og frystið.
Setjið svo fyllingu og lokið með að setja súkkulaði yfir.

Hugmynd af fyllingum.

Hnetusmjör
Jaðrarberjamauk eða önnur ber











Wednesday, March 25, 2015

Vöfflur


Í dag er alþjóðlegi vöfflur dagurinn.
Ég vissi ekki að hann væri til fyrr en í gær.
En maður verður jú að fagna og því ákvað ég að búa til vöfflu uppskrift í morgun.

Ég ákvað að útbúa karamellu vöfflur en það er hægt að hafa þær venjulegar líka ef maður vill.
Þær metta vel og eftir að hafa borðað eina er ég pakksödd.




Vöfflur um 6stk.


3 egg
120g rjómaostur
2msk Sukrin Gold
1tsk vínsteinslyftiduft
1msk rjómi
1tsk vanilludropar
4 dropar Toffee stevía (t.d frá NOW) 
1/4 tsk Xhantan gum


Setjið allt í blandara og blandið vel. Passið að setja ekki of mikið af xhantan gum því þá verður deigið of þykkt. Frekar minna en meira.
 Ef þið viljið ekki karamellu vöfflur, skiptið út toffee stevíu fyrir vanilllu stevíu eða bragðlausa.
Hitið járnið og bakið vöfflur!

Thursday, March 19, 2015

Blómkáls pizza beyglur


Eftir að hafa tekið mér smá pásu í eldhúsinu og farið meira í það að hreyfa mig og út að labba og svona er ég loks komin aftur í eldhúsið. Og hef varla stoppað ;)

Það er bara stundum nauðsynlegt að taka sér frí. Hvíla sig á baksturshugmyndum og leyfa hausnum að huga að öðrum hlutum. Staðan var samt orðin þannig að mig var farið að klæja í fingurnar að komast aftur í elhdúsið og hugmyndir farnar að poppa upp á mínutu fresti.


Þessa hugmynd sá ég fyrir löngu á internetinu. Búin að vera með hana bakvið eyrað í marga mánuði. Svo loks þegar ég ætlaði að skella í hana þá fann ég ekki uppskriftina aftur. Típískt.
Svo maður bara sullar saman og býr til nýja.

Þær komu mjög dökkar út úr ofninum en ómæ hvað ég elska það. Crispý að utan en mjúkar að innan.




Pizza beyglur 6.stk

100g blómkálsgrjón
100g rifin ostur
2 egg
1/4 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
6 pepperoni sneiðar
2 skinku sneiðar
(tómatar, sveppir, paprika eða annað sem þið eigið til)
1tsk hvítlauksalt
2-3msk oregano
salt og pipar eftir smekk

Rífið niður blómkál í matvinnsluvél eða blandara.
Setjið blómkálsgrjónin í örbylgjuofn í ca 7-10 mínútur.
Skerið niður álegg og grænmeti og setjið í skál með rifnum osti, blómkálsgrjónum, eggi og kryddi.
Blandið vel saman og setjið í kleinuhringjaform. Ég keypti mitt í Allt í köku.

Bakið á 180 í ca 30 mínútur eða þar til orðið vel dökkt. Ég kýs að hafa mínar beyglur vel dökkar og eldaðar að utan en þið getið prófað að hafa eldunartímann styttri ef þið viljið.

Þessar voru fljótar að fara ofan í magan á mér og syni mínum. 





Wednesday, March 18, 2015

Kókoskúlur með keim af appelsínu


Þessa uppskrift henti ég saman í flýti í dag. Langaði í kókoskúlur en langaði á sama tíma að prófa eitthvað nýtt. Þessar eru góðar mjög góðar.
Appelsínu keimurinn gefur manni smá sól í hjartað og von um að vorið sé alveg alveg að koma.





Kókoskúlur


80g smjör, stofuhita
15g möndlusmjör
75g möndlumjöl
30g kókosmjöl
2.5msk ósykrað kakó
3msk Sukrin Melis
Rifin börkur af einni appelsínu

Setjið allt saman í skál og hnoðið vel saman, annaðhvort í höndum eða nota hrærivél. Ég lét Kitchenaid vélina mína, hana Hrímu gera vinnuna fyrir mig í dag. Ég var löt í dag.

Útbúið kúlur með höndunum og rúllið upp úr kókosmjöli. Geymið í kæli.



Friday, March 13, 2015

Gulróta muffins

Ég er búin að segja upp veðrinu. 
Ég get þetta ekki lengur, bara get þetta ekki.
Við fjölskyldan erum ótrúlega vel staðsett í hverfinu okkar. 10 mínútur í skólann (ok kannski aðeins lengra en börnin eru ekki í hverfisskólanum), Stutt í Spöngina og stutt í Egilshöll. Sem ætti að þýða að drengurinn minn ætti að geta rölt á æfingar og út á bókasafn en nei. Þetta blessaða veður er búið að vera svo leiðinlegt að ég er búin að missa tölur á hversu oft ég hef þurft að skutlast.

Ofan á leiðinlega veðrið komu svo líka veikindi. Allir lögðust í veikindi, mismikið. Verst var það dóttirinn sem nældi sér einu sinni enn í lungnabólgu. En allt er á uppleið. Nú vonum við bara að vorið fari að láta sjá sig.

En í öllum þessum veikindum þá hefur verið lítið í því að baka og prófa mig áfram í eldhúsinu.
En í gær ákvað ég að skella í gulrótaköku muffins fyrir krakkana. Þær eru búnar ;)



Gulrótaköku muffins ca. 10.stk

4 egg
4msk sukrin gold
4msk kókoshveiti
1tsk vínsteins eða venjulegt lyftiduft
1.5tsk vanilludropar
1tsk kanil
1/2tsk negull
75g smjör
75g rifnar gulrætur

Egg og sukrin gold er þeytt vel saman í skál.
Þurrefnum blandað saman og svo bætt við eggjablöndu.
Smjör brætt og bætt við deigið ásamt rifnum gulrótum.

Setjið í ca. 10 muffinsform og bakið á 180 gráður í 15-20 mínútur.