Kókos chia búðingur, eitthvað sem ég þarf að gera í hverri viku. Ég kvarta ekki. Þetta er einfalt, fljótlegt og sjúklega hollt og ég því ánægð að vera beðin um að útbúa þennan fyrir eitt barnið.
Gott í morgunmat, í nestið, síðdegis hressingu og í kvöldkaffi.
Kókos chia búðingur
1 dós kókosmjólk
40 g chia fræ
10 dropar Via-Health stevía vanillu, kókos eða original
100 g maukuð jarðaber
Kókosmjólk sett í skál og pískuð ef hún er misþykk. Chiafræ og stevía bætt út í og látið standa í 10 mínútur. Jarðaber maukuð (er ýmist með fersk eða frosin) og blandað út í.
Namm langar til að prufa, er þetta skammtur fyrir einn eða fleiri?
ReplyDeleteSæl Vala.
DeleteÞetta er alveg 4 skammtar myndi ég segja. Mettar vel.
Æðislega gott!
ReplyDeleteSæl, er í lagi að geyma þetta í einhvern tíma ?
ReplyDeleteI appreciate you sharing this article.Really thank you! chia seed recipes
ReplyDelete