Monday, November 20, 2017

Hveitislausar beyglur






Beyglur


200g möndlumjöl
280g rifin ostur
60g rjómaostur
2 egg
1tsk lyftiduft
sesamfræ

krydd t.d oregano eða pizzakrydd fyrir þá sem vilja


Möndlumjöl og lyftiduft blandað saman og set til hliðar.
Pískið eggin vel saman og ef þið ætlið að krydda beyglurnar, setjið kryddin með eggjunum.
Rjómaostur og rifin ostur sett í skál og inn í örbylgjuofn í 2 mín. 
Takið út og hrærið vel saman. Ef osturinn er ekki alveg bráðnaður, setjið aftur í örbylgju í smá stund og endurtakið.

Möndlumjöl og egg bætt við ostinn og blandið mjög vel saman. Ef það verður erfitt, setjið aftur í örbylgju í 10 sek og hrærið í. Endurtakið ef þess þarf þar til deigið er vel blandað saman.

Skiptið deiginu í 6 hluta og rúllið út með blautar hendur og útbúið hring á bökunarpappír svo úr verður beygla. Stráið sesamfræjum yfir.

Bakið á 180 gráðum í 12-15 mín eða þar til gylltar.

Borðið heitar.
Gott er að frysta beyglurnar og skera í sundur og rista.




Sunday, November 19, 2017

sykur og hveitislaus lagkaka



Fyrir tveimur árum síðan var ég að baka með krökkunum mínum rúllutertu. Þegar botninn var komin úr ofinum og ég að setja kremið á þá einhvern vegin datt í kollinn hjá mér að auðvelt væri að búa til lagköku úr uppskriftinni með smá breytingum.

Ég var fljót að henda í nýjan skammt og útbúa lagköku og hún slá heldur betur í gegn hjá börnunum og jú hjá mér líka ;)



Lagkaka

3 egg - aðskilja rauður og hvíturnar
100 g  rjómaostur 
2 msk möndlumjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt lyftiduft
salt klípa
30 g sukrin melis
2-3 msk brúnkökukrydd

Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt lyftidufti og salt klípu. Þeytið hitt hráefnið í annarri skál. Bragðið á til að finna hversu mikið brúnkökukrydd þið viljið. Bætið eggjahvítum varlega saman við seinni skálina. Dreifið á olíuborinn bökunarpappír eða smjörpappír sem fyllir heila ofnskúffu. Bakið við 175 gráður í 10-15 mínútur.

Krem:
100 g smjör
80 g sukrin melis
1 msk vanilluextract eða dropar


Þeytið smjörið ásamt örlítlu af sukrin melis. Bætið smátt og smátt meiru af sætu út í og síðast setjið þið vanilla extract eða vanilludropa í kremið.

Skerið deigið í sex jafnstóra bita. Smyrjið kremi á einn bitann, setjið síðan lag yfir og endurtakið þar til úr verður þrjár hæðir. Setjið kökurnar í álpappír og geymið í kæli.


Thursday, November 2, 2017

Ostakaka með piparkökubragði


Þegar börnin koma með hugmyndir af nýjum uppskriftum þá reynir maður að finna leið til að þær rætist. Dóttirin vildi fá köku með piparkökubragði, helst osta en mátti líka vera skyr.
Mér fannst það bara góð hugmynd og því varð úr þessi uppskrift :)
Eiginmaðurinn stal svo kökunni með í vinnunna og skilst mér að þar hafi hún klárast fljótt :)


Botn

100g smjör
120g möndlumjöl
3msk Sukrin Gold
1msk kanil

Bræðið smjör í potti.
Bætið við öllu hráefninu í pottinn og blandið vel saman.
Setjið í 20 cm silicon eða springform (ef springform, spreyið með olíu eða smyrjið formið með bræddu smjöri fyrst).
Þjappið  botninum vel niður og  aðeins upp með hliðum.

Bakið á 170 gráðum í ca 10-12 mínútur eða þar til gyllt.
Kælið.


Fylling

250g rjómaostur
70g Sukrin Melis
1tsk vanillu extract eða dropar
3dl þeyttur rjómi
3msk Fibersirup Gold
2tsk kanil
1tsk negull
1tsk engifer

Rjómaostur og sukrin melis hrært vel saman. Bætið við vanilla, Fibersirup Gold og kryddi. Í lokin er þeyttur rjómi bætt við og öllu blandað vel saman.


Setjið yfir botninn og frystið í 2- 3 klukkutíma.