Friday, August 21, 2015

Gulróta franskar


Ég borða ekki gulrætur, hef aldrei gert og var alveg viss um að ég myndi aldrei gera það. Svona svipað og með blómkál og brokkolí sem ég borða með bestu lyst í dag.
Allavega ákvað ég að prófa að útbúa gulróta franskar fyrir krakkana um daginn. Átti svo fallegar og stórar gulrætur í kælinum.
Ég verð að játa að þetta kom skemmtilega á óvart. Meira segja ég borðaði þær með bestu lyst og smakkaðist eins og sætar kartöflur.

Það er líka svo frábært að geta útbúið hollari útgáfu af einhverju sem börnunum finnst gott.
Var t.d. með kjúklinganagga uppskriftina mína og gulróta franskar með.

Hér er linkur á kjúklinganaggana mína:



Gulróta franskar


8 stórar gulrætur, skræla og þrífa
2msk olía, ég var með Avocado olíu
2msk timian eða rósmarín
1msk salt
1/2tsk pipar
1/2tsk paprikukrydd

Skerið gulræturnar í strimla og setjið í skál.
Setjið krydd og olíu í skálina og blandið vel saman við gulræturnar.
Raðið gulrótum á bökunarpappír og bakið þær á 200 gráðum í 20-25 mínútur.
Gott er að snúa þeim við einu sinni til tvisvar á meðan þær eru í ofninum.




No comments:

Post a Comment