Wednesday, October 15, 2014

Morgunkorn


Ég er morgunkorna einstaklingur en svo virðist sem flest morgunkorn eru stútfull af sykri.
Börnin mín eru líka morgunkorna einstaklingar. Ég reyni að kaupa það hollasta fyrir þau og er að reyna koma hafragrautnum inn hjá þeim oftar. (lesist, nenna að vakna fyrr og elda ofan í þau)
Kókopuffs er bara keypt á jólum og páskum og ég elska það að eins og síðustu páska var pakkinn til heillengi upp í skáp því þau voru bara ekkert að sækjast í hann. Verst var þó að ég kláraði hann þá bara. En ég elska gott morgunkorn með ískaldri mjólk, svo ég fór bara að sulla þessu saman og ómæ, jáhh þetta er gott! 

Ég var efins að leyfa börnunum að smakka, minna fyrir mig þið skiljið. Stelpunni fannst það vont, enda hnetur í því en miðjubarninu æj hann er alltaf að spyrja hvort hann megi ekki fá svona. Auðvitað er ég hrikalega glöð að honum finnist þetta gott en lítill hlutur af mér vill bara eiga þetta alein.



Morgunkorn


50g sukrin
20g heslihnetumjöl (muldi sjálf)
50g heslihnetur, gróf saxaðar
15g af Cookie and cream Nectar prótein
30g sykurlaust heslihnetu síróp eða smjör
2msk smjör
1msk ósykrað kakó

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Getið notað annað bragð af próteini ef þið viljið. 
Ef þið eigið ekki heslihnetu síróp er hægt að skipta því út fyrir smjöri.
Setjið allt á bökunarpappír og dreifið úr. Bakið á 170 gráðum í ca 10 mínútur. Fylgist með svo ekki brenni. Takið plötuna út og hrærið í. Þegar kólnar harðnar morgunkornin og hægt að brjóta í þá stærð sem óskað er eftir. 

Frábært með skyri, ab mjólk, mjólk, möndlumjólk eða jógúrti.




6 comments:

  1. Bjartey HermannsdóttirOctober 15, 2014 at 4:14 AM

    Þegar þú talar um að skipta út sírópinu fyrir smjör, ertu þá að meina venjulegt eða heslihnetusmjör? Og ef venjulegt bætist það bara við smjörið sem er í uppskriftinni?
    Takk fyrir frábært blogg :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Bara venjulegt smjör og já bætist þá bara við smjörið sem er í uppskriftinni :)

      Delete
  2. Hvar faest cookie and cream nektar próteinid?

    ReplyDelete
  3. Fitness Sport er til dæmis með Nectar.

    ReplyDelete
  4. Meiga börn borda petta prótín?

    ReplyDelete
  5. Get ég notad eithvad annad í stadin?

    ReplyDelete