Monday, February 24, 2014

Fylltar kjúklingabringur

Ef þessi máltíð er ekki mettandi og ljúffeng þá veit ég ekki hvað. Ég elska þegar Jónbi er heima og við stöndum saman í eldhúsinu og eldum og prófum nýja hluti. Best er þegar galdrað er fram eitthvað með því sem er til í ísskápnum. Það er bara ekki eins gaman að elda þegar hann er ekki heima. Það verður ótrúlega ljúft að fá hann heim for good fljótlega :)



Fylltar kjúklingabringur


4 kjúklingabringur
Basil Pestó 
(var með frá Stonewall Kitchen)
Mozzarella ostur, ein kúla
Hvítlauksolía 
(var með Roasted Garlic oil frá Stonewall Kitchen)
Krydd eftir smekk


Snyrtið bringurnar og skerið rauf í bringuna annað hvort ofan á eða á hliðinni. Setjið um 2-4 tsk af pestói í hverja bringu eftir stærð og smekk. Skerið mozzarella ostin í sneiðar og setjið í raufina. Kryddið með salt og pipar eða kjúklingakryddi.

Setjið bringurnar í eldfastmót með olíu í botninum. Ég setti vel af hvítlauksolíu. Setti álpappír laust yfir mótið og setti ofn sem var á 200 gráðum og hafði í 30 mínútur. Þá tók ég álpappírinn af og stráði smá rifnum osti yfir og hafði í 10 mínútur í viðbót.

Meðlætið var blómkál og sveppir steiktir upp úr hvítlauksolíu. Skar blómkálið í litla bita og setti í eldfastamótið með kjúklingabringunum og stráði smá af salti yfir. Þegar ég stráði rifnum osti yfir kjúklinginn setti ég líka yfir blómkálið. Sveppir voru skorin í sneiðar og steikt í nokkrar mínútur upp úr hvítlauksolíunni.

Sósa var piparostur og rjómi brætt saman í potti :)


No comments:

Post a Comment