Stundum þá langar manni í eitthvað sætt og ljúfengt sem tekur ekki langan tíma að gera. Skoðaði nokkrar uppskriftir og setti þessa saman :-)
Kókoskúlur 8-14 stk eftir stærð
100 g mjúkt smjör
70g möndlumjöl
30g kókosmjöl (og meira til að skreyta)
3 msk kakó
1 msk vanilludropar eða rommdropar
2-4 msk sukrin melis (eftir því hversu sætt þú vilt)
Hráefnum blandað saman í skál. Búið eru til kúlur og rúllað upp úr kókosmjöli.
Sett á disk og inn í ísskáp í klt. Geymist í kæli.
Reiknast að í allri uppskriftinni er undir 10g net carbs :)
Nammi namm einmitt það sem mig langaði í núna ;)
ReplyDeleteælta að prófa þessar.
Ef ég nota kókoshveiti í staðinn fyrir möndlumjölið hvað ætti ég þá að setja mikið og þarf ég ekki að bæta vökva ?
ReplyDeleteKær kveðja