Thursday, July 28, 2016

Rauðrófukaka


Ein góð kaka fyrir helgina.
Hljómar kannski ekki vel þegar maður les rauðrófur og kaka saman en ótrúlega en satt þá er það gott.
Las það að rauðrófur draga fram súkkulaðibragð og því ákvað ég að prófa.




200g rauðrófur
500ml möndlumjólk (má líka vera önnur mjólk)
1.msk vínsteins eða venjulegt lyftiduft
100g Sukrin Gold
30g kókosolía, bragðlaus
1. msk vanillu extract
30g kókoshveiti
60g möndlumjöl
35g ósykrað kakó


Setjið rauðrófurnar í álpappír og bakið í ofni á 180 gráðum í 1 1/2 klukkustund eða þar til rófan er orðin mjúk og auðvelt er að afhýða hana. 
Látið rófuna kólna og setjið í blandara og maukið með smá vatni þar til orðið að mjúkri púrru.
Bolli af rauðrófupúrru er sett í skál ásamt bræddri kókosolíu, möndlumjólk, Sukrin Gold og vanillu extract og blandað vel saman.
Í annarri skál er þurrefnum blandað saman og svo er hráefnunum sameinað í einni skál.
Setjið í 20 cm silikonform og bakið á 175 gráðum í 20-25 mínútur. Kakan á að vera blaut í miðjunni.
 látið kólna áður en fjarlægð úr forminu annars er hætta á að hún detti í sundur.