Showing posts with label chia. Show all posts
Showing posts with label chia. Show all posts

Monday, August 24, 2015

Kínóa og chia stangir

Sunnudagar eru orðnir hálfgerðir bökunardagar hjá mér. Reyni að nýta daginn til að útbúa nesti fyrir vikuna fyrir mig og krakkana. Mamman verður að útbúa chia graut fyrir strákinn til að taka með í skólann og svo er búið að bætast við prótein stangir sem ég hef verið að gera.
Í gær prófaði ég svo að gera kínóa og chia stangir. 




Kínóa er stútfullt af næringu svo sem prótín, kalki, járni, sinki, B-vítamíni og líkaminn nýtir næringuna úr korninu einstaklega vel. Gott er að næla sér í prótín úr fjölbreyttum fæðutegundum og þá er kínóa tilvalið en það inniheldur 12-18% prótín og allar níu nauðsynlegu amínósýrurnar sem líkaminn þarfnast. Einnig er kínóa glúteinlaust og hentar því þeim sem eru með glúteinóþol. Hægt er að matreiða það á margan hátt, sem graut, í súpur, pottrétti og salat svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að skola kínóað vel til að hreinsa burt efni sem er kallast saponin og er utan á korninu og gerir það biturt á bragðið. Einnig er hægt að leggja kínóa í bleyti yfir nótt og verður það þá auðmeltara og næringarefnin nýtast enn betur. (fengið af síðunni ibn.is)

Chia fræin eru ekki minna merkileg en kínóa og eru stútfull af næringu einnig.

Chia fræin er mjög próteinrík og innihalda allt að 30 gr af próteini í hverjum 100 gr sem er meira en er að finna í kjúklingabringu eða lambalæri! Það eru því tilvalið að bæta þeim út í orkudrykki , brauð og grauta til að auka próteininnihald máltíðarinnar.
Chia fræin eru einnig mjög rík af lífsnauðsynlegum omega 3 og omega 6 fitusýrum. Þau eru ríkasta uppspretta omega 3 sem völ er á í jurtaríkinu og myndu því teljast sérlega  góð fyrir einstaklinga með bólgusjúkdóma, þar sem omega 3 myndar  bólgueiðandi efni í líkamanum.
Yfirleitt skemmast omega fitusýrur við eldun en í chia fræjunum virðast þær þó ekki skemmast, sökum þess að fitusýrurnar eru bundnar andoxunarríkum trefjum fræsins. Þó er enn betra að nota chia fræ í hráu formi.
Þessir litlu næringarrisar eru mjög ríkir af kalki, járni, magnesíum og fosfór og eru einnig stútfullir af trefjum.
Líkaminn þarf á andoxunarefnum að halda til að viðhalda eðlilegri íkamsstarfsemi og æskuljóma. Chia fræ eru mjög rík af andoxunarefnum og stuðla því að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans.
Chia fræin eru einstaklega blóðsykursjafnandi sökum hás innihalds  próteins, trefja og fitusýra og stuðla því að betra blóðsykursjafnvægi.
Þau geta allt að 12 faldað þyngd sína ef þau eru látin liggja í vatni í dálitla stund, þau bólgna út og eru mjög seðjandi og gefa góða seddutilfinningu. (fengið af síðunni heilsubankinn.is)


Kínóa fræin eru ekki beint lágkolvetna ef fólk er að halda sér í ketósu (undir 20g af kolvetnum á dag) en þeir sem leyfa sér meira af kolvetnum ættu ekki að missa af þessari uppskrift.



Kínóa og chia stangir


80g kínóa
80g chia fræ
3msk Sukrin Gold
70g haframjöl 
(glútenlaus haframjöl fyrir þá sem vilja)
50g hnetur saxaðar
100g möndlusmjör
90g Fibersirup Gold
salt klípa
1tsk kanil

Blandið þurrefnunum saman í skál.
Setjið möndlusmjör og Fibersirup Gold í pott og hitið.
Setjið möndlusmjör og sirup í skálina með þurrefnunum og blandið vel við.
Gætir þurft að nota hendurnar til að klára að blanda öllu saman.
Setjið deigið í form sem er um 20x20 á stærð sem búið er að setja bökunarpappír í.
Ég sjálf er búin að brjóta formið mitt og bjó til form úr álpappír og setti bökunarpappírinn ofan í og það virkaði vel.
Þjappið vel úr deiginu og látið vera eins jafnt og hægt er.
Bakið á 175 gráður í miðjum ofni í 8-12 mínútur, passið að brenna ekki.
Látið kólna í nokkrar mínútur og skerið svo niður í bita með pizzuskera og látið kólna alveg.
Setjið í box og geymið.




Saturday, March 15, 2014

Pistasíu chia búðingur


Um áramótin ákvað ég að setja mér áramótaheit sem væri ekki of erfitt og væri vel teygjanlegt í því skyni hvernig ég túlka það. Heitið var semsagt að segja ekki nei við nýjum tækifærum. Svo er það náttúrulega mitt að finna út hvað ég tel vera tækifæri og hvað ekki ;)

Þegar bókaútgefandi sendi mér svo línu um það hvort ég hafði áhuga á að gefa út bók, var ég byrjuð að skrifa takk en nei takk fyrir þegar ég sagði við sjálfa mig að þetta væri nú ekki hægt að neita enda ótrúlegt tækifæri sem mér var að bjóðast. Eftir að hafa farið á fund ákvað ég að skella mér í djúpu laugina. Uppskriftabók sett í október. Ég hef nokkra mánuði að prófa mig áfram í eldhúsinu og vildi óska að líkaminn minn gæti staðist undir þeirri orku sem kemur með hugmyndunum mínum. Þó svo að ég sé nýbyrjuð er ég komin vel á veg enda átti ég þó nokkrar uppskriftir skrifaðar niður í litlu bókina mína sem hafa ekki fengið að lýta dagsins ljós. 
Svo hef ég aðeins verið að prófa mig í eldhúsinu. Sumt heppnast vel, annað er bara hreint út sagt ógeðslegt ;) Ég vildi óska að ég gæti sett þetta allt saman á bloggið en flest af þessu verður að bíða þangað til það kemur út á prent :) Þetta er mikil vinna og dýr en með góðu skipulagi er ég búin að skrá allt niður og passa mig að ofgera mig ekki í eldhúsinu. Einnig "neyddist" ég að fjárfesta í blandara sem er algjört must að eiga finnst mér. Ég á enga hrærivél, bara gamlan handþeytara og töfrasprota og vantaði því alvöru græju sem getur maukað allt milli himins og jarðar í spað þegar sprotinn getur það ekki :)


En ég get ekki ýtt blogginu til hliðar enda er það sem kom þessu öllu í gang.
Langar að deila með ykkur uppáhaldinu mínu, pístasíu chia graut. Mmmmmm ég er pístasíu sjúk og elska þennan svoooo mikið.



Pistasíu chia grautur.
fyrir 2


250 ml möndlumjólk
3 msk chia fræ
50 g pistasíur og smá auka sem skraut
5 dropar via health vanillu dropar
1 msk sukrin melis


Allt sett í blandara og blandað vel í 1-2 mínútur. Sett í skál og nokkrar heilar pistasíur bætt í grautinn og hrært saman við. Finnst sjálfri svo gott að fá einstaka heila hnetu með munnbitanum :)

Friday, February 14, 2014

Kókos chia búðingur

Kókos chia búðingur, eitthvað sem ég þarf að gera í hverri viku. Ég kvarta ekki. Þetta er einfalt, fljótlegt og sjúklega hollt og ég því ánægð að vera beðin um að útbúa þennan fyrir eitt barnið. 
Gott í morgunmat, í nestið, síðdegis hressingu og í kvöldkaffi.





Kókos chia búðingur


1 dós kókosmjólk
40 g chia fræ
10 dropar Via-Health stevía vanillu, kókos eða original
100 g maukuð jarðaber 

Kókosmjólk sett í skál og pískuð ef hún er misþykk. Chiafræ og stevía bætt út í og látið standa í 10 mínútur. Jarðaber maukuð (er ýmist með fersk eða frosin) og blandað út í.



Monday, February 3, 2014

Rjómabúðingur

Í dag vorum við svo heppinn að fá nýjan meðlim í fjölskylduna. Hann Batman kom loks heim frá Kattholti og gerir heimilið fjörugra. Ég hef aldrei kynnst eins mikilli kelirófu á ævi minni! Hann elskar að vaða beint í andlitið á mér og knúas mig, hann meira að segja klappar mér um kinn með loppu sinni. Honum finnst eldhúsið líka ansi skemmtilegt og þarf ég nú að venjast því að ganga þar um án þess að traðka á kettlingnum :)
Það getur stundum verið erfitt að vinna í tölvunni með þessa kelirófu ;)



Stundum kemur sætuþörfin úr þurru lofti og mig vantar einhvað gott strax. Í gær gerði ég þennan í flýti og hann var góður!!! Passa bara að borða ekki of mikið af honum, þá gæti manni orðið bumbult.






Rjómabúðingur


200 ml rjómi
1,5 msk chia fræ
4 dropar Via-Health karamellu stevía


Rjómi þeyttur.
Chiafræjum bætt út í ásamt stevíu dropum.
 Öllu hrært vel saman.
sett í kæli í 30 mín eða frysti í 10 mín

Wednesday, September 11, 2013

Jarðaberja chia ís

Eins og ég skrifaði um daginn, fall er fararheill og ég held mig við það. Þrátt fyrir að þjást og sofa illa vegna verkja þá varð ég heppinn í vikunni þar sem ég vann 50 þúsund kr gjafabréf í Smáralindina! Ég, sem aldrei vinn neitt! Fyrsta sem ég hugsaði var SKÓR! Vantar skó, en vantar þá kannski ekki, frekar langar í. Svo ég hugsaði aðeins meir og jú. Það eru að koma jól, og mig er búið að langa hrikalega mikið í George Jensen kertastjaka úr gulli til að nota sem aðventukrans og svo auðvitað er nýr jólaóri frá sama framleiðanda komin. Svo ég ætla fljótlega að gera mér leið í Smáralindina og kaupa mér þetta tvennt. Valkvíðinn heldur svo áfram með restina af gjafakortinu en ætli börnin fái ekki eitthvað dekur frá móður sinni.

Ég ákvað í fyrradag að opna like síðu á facebook vegna fyrirspurnar og ég er eiginlega bara orðlaus yfir viðtökunum! Yfir 1000 like og talan hækkar örlítið með hverjum degi. Það er virkilega gaman að sjá áhuga hjá fólki yfir því sem ég er að gera. Takk fyrir segi ég nú bara! 


En nóg um það. Jarðaberja chia ís var ég búin að nefna og veit að það er beðið eftir þessari uppskrift. Eftir að ég keypti chia fræin var ég ekki viss hvað ég ætti að nota þau í en svo eftir að hafa skoðað netið sá ég að möguleikarnir eru endalausir og að setja hann í ís í stað eggja er snilld! Veit að ísgerð getur verið erfið fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi en hér er komin lausn. Og ekki nóg með það, þá gera chia fræin ísinn chruncy í áferð eins og það séu hnetur í honum og ekki finnst mér það verra.




Jarðaberja Chia ís

1 bolli jarðaber
350 ml rjómi
chia 3 msk
vatn 10 msk
sukrin melis 1/2 bolli




Chia fræin eru sett í vatn og látin liggja í ca 30 mín.
Chia fræin eru sett í skál og maukuð smá með töfrasprota.
Öllu hráefninu blandað saman og maukað þar til sættanleg áferð fyrir hvern og einn er komin.
Sett í frysti í nokkra klt. Gott að hræra í ísnum nokkrum sinnum.

Hægt er að borða ísinn strax eftir maukun og hafa sem búðing.

Að nota chia fræ í stað eggja

1 msk chia fræ + 60 ml vatn/mjólk og látið liggja í 5 mínútur = 1 EGG

Monday, September 9, 2013

Jarðaberja sulta með chia fræjum


Yngri sonur minn elskar jarðaber í öllum formum. Jarðaberja sulta, hrein jarðaber, jarðaberjaís og bara allt sem inniheldur jarðaber. Hann velur frekar fersk jarðaber í laugardagsnammi en nammipoka. Sultur, hann elskar líka sultur og að fá sér brauð með sultu gerist varla betra í hans augum. Hinsvegar er mamma hans búin að vera frekar leiðinleg að kaupa ekki sultur upp á síðkastið. Ég reyndi í fyrra fyrstu tilraun mína í sultugerð. Hann varð ekki hrifin. Svo uppgvötaði ég chia fræ. Maukuð jarðaber og chia fræ, það gat bara ekki klikkað. Og þar sem mamman er en slæm í baki eftir að hafa fallið þá mátti þetta ekki taka langan tíma í eldhúsinu og viti menn, ljúffeng sulta á 5 mínútum og barnið......já barnið elskar sultuna :)



En áður en ég skrifa uppskriftina langar mig að segja aðeins frá chia fræjum. Textinn er tekin af síðunni heilsubot.is

Chia fræin er ein kraftmesta, hentugasta og næringarríkasta fæðan á markaðinum í dag. Þau eru frábær uppspretta af andoxuefnum, heilpróteinum, vítamínum og steinefnum. Þau eru einnig ríkasta plöntuuppsretta omega 3 fitúsyra sem vitað er um.

Einn af hinum miklu kostum chia fræja er það hversu mikið vatn þau geta innibyrgt eða um 9 falda þyngd sína á innan við 10 mínútum. Þessi hæfileiki gerir það að verkum að vökvabúskaður líkamans verður meiri og varir í lengri tíma. Með chia fræjum þá varðveituru meiri raka og stjórnar frekar upptöku líkamans á næringarefnum. Vegna þes hve mikið af vatni fræjin drekka í sig og hve hátt hlutfall af vatnsleysanlegum trefjum þau innihalda þá eru þau kjörin til þess að stjórna betur kolvetnaupptöku líkamans. Fræjin gera það að verkum að umbreyting kolvetna í sykur í líkamanum verða hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni. 


Jarðaberja sulta með Chia


1 bolli jarðaber fersk eða frosin
1 msk chia
1 msk heitt vatn
2 tsk sukrin melis má sleppa
1 msk sítrónu safi

Allt sett í skál og blandað með töfrasprota eða nota aðrar græjur sem henta. Ég sjálf notaði tupperware saxarann minn.

Þegar búið er að blanda setja í krukku og loka og inn í ísskáp. Auðvelt ekki satt? Ef ykkur finnst sultan of þunn er hægt að bæta hálfri tsk af chia í viðbót til að þykkja hana. Þessi uppskrift passaði í eina dijon sinneps krukku.



Alexander Gauti var ekki lengi að smakka sultuna og krukkan verður kláruð með þessu áframhaldi í vikunni.