Sá þessa uppskrift á LKL síðu á facebook og ákvað að prófa. Breytti reyndar uppskriftinni ogguponsu en upprunalega kemur frá Þórunni Berndsen. Þær vour pínu blautar að innan. Kom samt ekki illa út og ég var alveg að líka það. Prófaði líka að skafa innan úr þeim og það heppnaðist vel.
Vatnsdeigsbollur
125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
40 g kókoshveiti
4 lítil egg eða 3 stór
1 tsk xhantan gum
15 dropar Via-Health stevíu vanillu eða original
Hægt að setja 20 g möndlumjöl á móti 20 g af kókoshveiti ef fólk vill minna kókosbragð og aðeins grófari bollur. Hinsvegar fann ég ekki kókosbragð og er viss um að stevían kemur til bjargar þar.
Ef þið viljið sleppa öllum mjólkurvörum sökum ofnæmis eða óþols er hægt að nota smjörlíki í stað smjörs og þeytta kókosmjólk í stað rjóma :) Búið til súkkulaði úr kakó, sukrin melis og smjörlíki
Ef þið viljið sleppa öllum mjólkurvörum sökum ofnæmis eða óþols er hægt að nota smjörlíki í stað smjörs og þeytta kókosmjólk í stað rjóma :) Búið til súkkulaði úr kakó, sukrin melis og smjörlíki
Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti og möndlumjöl bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið. Í lokin eru stevía dropum bætt við.
Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 190 gráður í ca 30 mínútur.
Ég bræddi svo sykurlaust súkkulaði og setti á bollurnar :)
Frábært, geri þessar um helgina :-)
ReplyDeleteÞessar eru snilld! Ég bjó til svona jarðarberja-chia sultu sem ég fann hér á síðunni og setti undir rjómann. Mmmm... fáránlega gott! :)
ReplyDeletethegar thú theytir kókosmjólk..notardu thá alla mjólkina eda bara feyta hlutann.. og kælirdu hana fyrst eda tekur hana bara volga?
ReplyDeleteHvernig sykurlaust súkkulaði og hvar fæst það? :)
ReplyDeleteNetto
DeleteHvađ er xhantan gum?
ReplyDeleteBindiefni eða þykkir, hægt aað nota cornstarch, arrowroot eða Physilium í staðin
DeleteHvađ er xhantan gum?
ReplyDeleteVenjuleg uppskrift af vatnsdeigsbollum er nú líka án sykurs. Þetta ætti kannski frekar að vera kallað hveiti- eða glúten lausar vatnsdeigsbollur. Og þá um að gera að sleppa þessu stevia rugli.
ReplyDeleteTók reyndar eftir að titillinn er bara "Vatnsdeigsbollur" og eru í flokknum sykurlausar uppskriftir svo ég var að rugla þessu saman.
DeleteSkil samt ekki enn hvers vegna maður ætti að nota stevia í þetta.