Sunday, April 27, 2014

Skúffukaka


Ég setti óvart inn á dísuköku síðuna mína á fésbókinni mynd þar sem ég tjáði að ég væri búin að finna skothelda skúffuköku uppskrift. Þessi póstur átti að fara á mitt persónulega fésbókarvegg en stundum þá er maður ekki að fylgjast með. En þar sem svo margir vilja uppskriftina get ég ekki annað en deilt með ykkur. Þetta er lítil uppskrift sem passar í lítið form stærð 20x20 en ekkert mál að tvöfalda hana.
Ég persónulega þurfti þess ekki. Ein sneið mettar vel.




Skúffukaka


50g kókoshveiti
130g Sukrin
110g smjör
120 ml kaffi eða vatn
2 msk sykurlaust kakó (ég nota Hersey´s)
3 stór egg
6 msk sýrður rjómi
1 tsk vanillu extract
1 tsk matarsódi


Krem
50g smjör
1 msk kakó
50g Sukrin melis
2 msk möndlumjólk
1/2 tsk vanillu extract



Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.
Í pott setjið smjör, kaffi og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restin af hráefnum bætt við. Smyrið 20x20 cm form með smjöri eða pamspreyi og bakið við 200 gráður í ca 20 mínútur.

Krem
Á meðan kakan er í ofninum er kremið útbúið.
Smjör, kakó, möndlumjólk og vanillu extract sett í pott og látið bráðna á vægum hita. Í lokin er sukrin melis bætt við og blandað vel við. Látið standa heitt þar til kakan er tekin úr ofninum.
Setjið kremið á heita kökuna og látið kólna. Stráið kókos yfir kökuna. Skerið ekki kökuna fyrr en hún er alveg orðin köld.


Tuesday, April 22, 2014

Karamellu osta desert


Ég vona að þið áttuð gott páskafrí. Mitt var mjög gott. Mikið um fjör og gaman. Danskur vinnufélagi Jóns frá Grænlandi var á landinu með fjölskyldu sinni og vorum við dugleg að ferðast með þau út fyrir höfuðborgina og einnig í borginni. Það besta kannski við þessa páska var það að vita að nú er Jón komin heim fyrir fullt og allt. Ekki aftur til Grænlands, engar niðurtalningar í heimkomu í margar vikur. Bara pabbi heima öll kvöld og nætur :)

Ég hef lítið verið í eldhúsinu að prófa mig áfram. Það sem ég hef verið að baka hefur aðalega verið rúllutertan og lagtertan sem ég gerði fyrir bókina. Ég elska hversu fljótlegt og auðvelt er að útbúa þessar tvær kökur. Eins og með þessa uppskrift, fljótleg og ljúffeng ;)



Karamellu osta desert fyrir tvo

110 g rjómaostur
60 ml rjómi
10-15 dropar Via-Health karamellu stevía
1/2 tsk vanillu extract
1-2 msk sukrin melis
50 g pecanhnetur eða heslihnetur
1 msk smjör


rjómaostur settur í skál og hrært vel í honum. Bætið við rjóma og sætuefnum og þeytið þar til komið með þykkt eftir smekk.
Saxið hnetur niður smátt.
Setjið smjör í pott og bræðið. Bætið hnetum við og blandið vel.
Setjið í litla skál hnetur í botninn og þrýstið vel niður. Bætið við ostablöndunni og setjið svo smá hnetukurl ofan á. Setjið í kæli í ca klt.

Wednesday, April 9, 2014

Bombu molar

Það hefur farið lítið fyrir blogginu síðustu vikur. Það fór mikil orka í að búa til nýjar uppskriftir til að gera fyrir bókina og ég var í ham og er komin langt á veg. Alexander Gauti minn varð 8 ára í gær og var fagnað með fjölskyldunni um helgina. Ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og baka sykurlaust fyrir afmælið og prófa mig áfram með ýmsar uppskriftir. Ég var á síðustu stund að fá fullt af hugmyndum og tveimur tímum fyrir veisluhöld fékk ég hugmynd hvernig ég gæti gert lagtertu og auðvitað varð ég að prófa það. Ég held að ég hafi farið með eggja og rjóma met í eldhúsinu þessa daga sem ég bakaði fyrir afmælið.

Ég vil líka nota tækifærið að þakka öllum þeim fyrirtækjum sem eru að styrkja mig með vörum svo ég get bakað fyrir komandi bók.

Via-Health stevía 
Sukrin
H-Berg

Nú er bara að redda sér hænum ;)

Ég hef varla stigið fæti inn í eldhús síðan og fékk bara nóg af bakstri í bili. Hef varlað opnað excel skjalið með hugmyndum og öllum uppskriftum sem ég er vön að skoða og endurbæta hundrað sinnum á dag en þetta hefur verið ágætis hvíld.

Ég elska að eiga eitthvað til að narta í og þessar eru ótrúlega góðar til að eiga í fyrstinum og dugar fyrir mig að fá mér einn mola til að slökkva á nartþörfinni en ég vara ykkur við, þetta er fitubomba dauðans en með hollri og góðri fitu ;)



Bombu molar


1 bolli kókosolía
3 msk sykurlaust kakó (ég nota Hersey's)
2 msk hnetusmjör
15 dropar original Via-Health stevía

Kókosolía hituð í potti á.  Setjið þrjár skálar á borðið og deilið kókosolíunni á milli þeirra jafnt. Í fyrstu skálina er kakó blandað við, í skál nr 2 er hentusmjör hrært við og í þá 3 stevíudropar. Blandið hráefnum í hverri skál vel saman með skeið.

Notið lítil konfektform og setjið fyrst hreinu kókosolíuna í formin (fjöldi fer eftir stærð á formum en ég fékk um 14 mola úr mínu). Setjið í frysti í 10 mín. Því næst er hnetusmjörsblandan sett í formin og aftur sett í frysti í 10 og í lokin er súkkulaðið sett í formin og enn og aftur inn í frysti og best að geyma molana þar.