Thursday, February 20, 2014

Blómkálspopp

Ég fæ aldrei leið af blómkálspoppi og finn mér margar útgáfur til að prófa. Þessi er sú nýjasta og er sjúúúklega góð. 
Ég elska hvítlauk og vil helst fá hvítlauk með öllum mat. Ég get hreinlega hvítlauk eintóman, en að sjálfsögðu eldaðan. Ég elska hann meira segja þó að það sprakk hvítlaukur um allt eldhúsið mitt í vetur. Ég var ekki lengi að verða hrifin af olíunni sem ég notaði í poppið. Eitthvað sem heitir Roasted garlic oil hljómar bara of vel. Og lyktin sem fyglir! ómæ hún er æði. Jæja þetta blogg er farin að vera ástarjátning mín til hvítlauks. Þetta er auðvelt að útbúa og tilvalið kvöldsnakk. Sætleikinn frá blómkálinu er svo fullkomið á móti hvítlauks og parmesan bragðinu.




Blómkálspopp


1 poki frosið blómkál (látið þiðna) eða lítill blómkáls haus
3-4 msk Roasted Garlic olía frá Stonewall Kitchen
rifin parmesan ostur
salt

Stilkar skornir frá og blómkál skorið í hæfilega munnbita.
Olía og parmesan ostur sett í skál ásamt blómkáli og blandað vel saman. Sett á plötu með bökunarpappír og inn í ofn sem er 180 gráður heitur. Eldið í 30-40 mínútur þar til brúnt og stökkt. Gott að hræra einu sinni tvisvar á meðan. Þegar tekið út er gott að setja smá salt yfir. Best að borða heitt.


No comments:

Post a Comment