Friday, January 30, 2015

Sykurlaust Nutella

Eins og með svo margt þá er Nutella eitt af því sem ég get borðað alla daga ársins. Hinsvegar er það stútfullt af sykri og já maður fær mikið samviskubit þegar maður borðar það beint upp úr krukkunni. Það eru líka þúsund og ein eða tvær uppskriftir sem eru djúsí og innihalda Nutella sem væri gaman að gera sykurlaust.

Í kvöld ákvað ég hinsvegar að prófa að gera sykurlausa uppskrift af þessari dásemd. Internetið er guðsgjöf og pinterest líka. Þar skoðaði ég helling af uppskriftum og ákvað svo að setja saman mína eigin.



Nutella

1 bolli heslihnetur (var aðeins meira en 100g)
60g sukrin melis
50g ósykrað kakó
ca 10 dropar vanillu stevía frá Via-Health
salt klípa

Byrjið á því að rista hneturnar í ofni sem er 180 gráður í ca 5-7 mínútur. Passið að þær brenni ekki.
Látið þær kólna og nuddið skinninu eins mikið af þeim og hægt er.

Setjið hneturnar í matvinnsluvél eða blandara og maukið hneturnar eins og hægt er. Ég byrjaði á að setja mínar í matvinnsuvélina og færði þær svo yfir í blandarann. 
Setjið hnetur, möndlumjólk og stevíu í blandarann og blandið vel.

Bætið við sukrin melis, kakói og salt klípu. Byrjið á að setja minna frekar en meira af sukrin melis og kakói og smakkið til hve mikið þið viljið.

Setjið í krukku og inn í kæli. Þessi uppskrift dugaði í eina miðlungsstóra krukku hjá mér.

Börnin eru að elska þetta og fá sér á rista brauð. Ég er að blanda mér sjúklega góðan shake með nutellanu og er með trilljón hugmyndir til að útfæra.



Tuesday, January 20, 2015

Pizzubotn úr osti


Fljótlegur, einfaldur og góður. Segir allt sem segja þarf um þennan pizzabotn :)
Það er ýmislegt sem maður finnur á pinterest.



Pizzubotn


1 egg
100g rifin ostur
2msk möndlumjöl
krydd eftir smekk. Pizzukrydd, hvítlaukskrydd, oregano

Blandið öllu vel saman í skál.
Setjið á bökunarpappír og dreifið úr.
Bakið á 180 gráður í ca 10 mínútur eða þar til rétt farið að gyllast.
Takið úr ofninum og setjið sykurlausa pizzusósu (ég nota frá Hunt's), álegg og smá rifin ost og setjið svo aftur í ofninn þar til osturinn er gylltur.


Thursday, January 15, 2015

Skyrterta með bláberjasósu


Þessi er tilvalin fyrir helgina. Dóttir mín bíður alltaf spennt eftir að mamma búi til skyr eða ostatertur.
Yngri sonurinn vill bara fá Baby Ruth/Dísuköku og já sá elsti vill hnetusmjörskökurnar.
Það er nöldrað vikulega hvenær ég ætli að baka allt af þessu aftur og eina loforðið sem mamman gefur er að þegar þau eiga afmæli mun mamma baka uppáhaldið þeirra.





Skyrterta með bláberjum


Botn:
100g smjör
120g möndlumjöl
1msk kanill
3msk sukrin gold

Setjið smjörið í pott og bræðið það. Bætið við restinni af hráefninu og blandið vel saman. 
Smyrjið lítið eldfast mót með smjöri á botninn og aðeins upp með hliðunum. 
Þjappið kökubotninum vel í eldfasta mótið og bakið á 170 gráðum í um 10 mínútur eða þar til gyllt. Látið kólna.
Ef þið viljið ekki þurran botn geti þið sleppt því að baka botninn :)

Fylling:
Stór dós vanillu skyr.is
1/2l rjómi
50g sykurlaust Valor súkkulaði (má sleppa)

Þeytið rjómann. Bætið skyrinu við og blandið vel saman. 
Grófsaxið súkkulaðið og bætið við skyrblönduna. 
Setjið yfir botninn og kælið.

Bláberjasósa:
150g bláber
1msk vatn
4tsk sukrin

Setjið bláber ásamt vatni og sukrin í pott og stillið á meðalhita. 
Hrærið í reglulega. 
Maukið bláberin með töfrasprota til að útbúa sósu. 
Látið kólna áður en dreift er yfir skyrtertuna.
Skreytið með súkkulaðibitum og bláberjum.

Tuesday, January 13, 2015

Blómkálsklattar

Ég dreymi um ís allan sólahringinn núna og er búin að ná að búa til ís tvisvar sinnum með nýju ísvélinni. Í gærkvöldi bjuggum við til súkkulaði sorbet sem kom vel út. Of mikið súkkulaði bragð fyrir okkur hjónin en börnin borða hann með bestu lyst.

Ég varð samt að taka mynd af ísnum til að eiga og notaði nýja bollan minn frá Royal Albert. Fékk hann í afmælisgjöf frá foreldrum mínum og hef ákveðið að byrja safna bollastelli frá þessu merki. Er sjúklega ástfangin af því, meina hvernig er það ekki hægt?








3 egg
1 blómkálshaus
2 hvítlauksgeirar, smá saxað
100g rifin ostur
3msk kókoshveiti
1/2tsk pipar
1/2tsk salt
1-2tsk dijon sinnep
niðurskorin skinka, pepperoni eða annað álegg.


Skerið blómkálið í litla bita og setjið í örbylgju í ca 15 mínútur þar til soðið.
Setjið í skál og maukið gróflega með gaffli. Bætið við öllum hráefnunum og blandið vel saman.
Útbúið litla klatta með höndunum og steikið með smjöri eða olíu á pönnu þar til gyllt.

Einnig er hægt að nota þessa uppskrift til að búa til hálfgerða eggjahræru. Steikja bara á pönnu. Kemur mjög vel út.

Sunday, January 11, 2015

Vanilluís


Fyrir slysni rakst ég á myndband sem sýndi hvernig ætti að nota Kitchenaid ísskál til að búa til ís. Eftir að hafa horft á það var ekki aftur snúið. Ég varð að eignast svona skál.
Maðurinn minn var ekki eins sannfærður og var viss um að þetta yrði enn ein eldhúsgræjan sem myndi safna ryki inn í skáp, eins og safa pressan mín. (Vantar einhverjum safapressu??)

Ég fékk í jólagjöf frá maka og börnum því inneign fyrir þessari ísskál þar sem hún var uppseld.
Fékk hana í hendurnar á föstudaginn og í gærkvöldi var frumraunin í ísgerð.
Spennan var mikil og fann ég þetta krútt standandi yfir vélinni.


Áhyggjur eiginmannsins að þessi græja safni ryki upp í skál hurfu þegar hann smakkaði ísinn og sagði hann að héðan í frá yrði ekki aftur keyptur ís.

Ég er með valkvíða hvernig ís ég ætla að búa til næst. Held að súkkulaði sorbet ís eða heslihnetu ís verður fyrir valinu. Ég er núna að reyna finna út hvernig ég komi Kitchenaid vélinni og ísskálinni með mér í sumarfríið í fellihýsinu....




Vanilluís


250ml rjómi
250ml möndlumjólk eða önnur mjólk
50g sukrin
1 vanillustöng
1tsk vanilludropar eða extract


Skerið vanillustöng í tvennt og fræhreinsið.
Setjið hráefnin í pott og hitið örlítið og hrærið í þar til sukrin er uppleystur.
Fjarlægið vanillustöngina og látið blönduna kólna.
Setjið í ísvél eftir leiðbeiningum.

Ef þú átt ekki ísvél geturu skipt út möndlumjólk fyrir rjóma og þeytt allan rjómann.

Saturday, January 10, 2015

Bakaðar laxastangir í kryddmöndluhjúp



Ég fékk í jólagjöf frá ektamanni og börnum ísvél frá Kitchenaid. Vissi ekki að sú græja væri til fyrr en nýlega og sjálfsögðu hef ég talað um hana alla daga síðan.
Verst var að hún var uppseld hjá Einari F og því fékk ég gjafabréf.
Í gær fékk ég hana loks í hendurnar og það sem ég býð eftir að skálin sé tilbúin til notkunar en á morgun mun ég fara á fullt að útbúa ís. Ég er með trilljón og eina uppskrift í hausnum og já, ís á dag kemur heilsunni í lag ekki satt?

En svona áður en ég fer að pósta inn fullt af ís uppskriftum langar mig að deila með ykkur þessum sjúklega góða laxa uppskrift. Hann er bæði góður heitur beint úr ofninum eða kaldur daginn eftir.
Í raun fannst mér betra að borða hann kaldan því þá náði stangirnar að hanga saman og hægt að borða meira eins og snarl og dýfa í sósu.




Laxa stangir


300g laxasneið
100g hakkaðar möndlur
1-1.5tsk paprikukrydd
pipar og salt eftir smekk
brætt smjör

Skerið laxinn í mjóar sneiðar og þerrið.
Smyrjið bræddu smjöri á sneiðarnar.
Setjið möndlur og krydd á disk og blandið vel saman.
Setjið eina sneið í einu í möndlublönduna og hjúpið og setjið svo á bökunarpappír.
Bakið á 200 gráðum í 15-18 mínútur eða þar til gyllt.

Ídýfan sem ég var með var búin til með sýrðum rjóma, dijon sinnepi og tómatpaste. Ég blandaði bara eitthvað saman og smakkaði til.

Ef þú vilt gera laxinn að máltíð í stað snarls er mjög gott að hafa blómkálsmús með henni og hollandesósu eða bernes.




Tuesday, January 6, 2015

Salt karamellu brownies

Áður en ég fer í það að skrifa um þessa sjúklegu góðu uppskrift sem fær mann til að slefa, þá langar mig að segja ykkur frá því að ég var að gefa út rafrænt hefti með 26 uppskriftum.
Þar sem það er janúar og flestir komnir með leið á súkkulaði og því sem fylgir er voðalega lítið af því og meira af morgunmatar hugmyndum, snarli og boosti.

Ef þú hefur áhuga á að fá svona rafrænt hefti fyrir 1200kr þá máttu endilega senda mér línu á disukokur@gmail.com


En aftur að uppskriftinni.
Um daginn datt ég inní þáttinn heilsugengið þar sem verið var að útbúa girnilega skúffuköku með salt karamellu. Varð fyrir vonbrigðum að notað var spelt, kókospálmasykur og hlynsíróp þar sem það eru vörur sem ég nota ekki sjálf.


Síðan þá er ég búin að vera á fullu að hugsa hvernig ég get útfært þetta að mínum lífstíl og svo í morgun ákvað ég að skella þessu í bakstur.
Útkoman var yndisleg! Lyktin sem kom hér! Mamma mía, dýrindis karamellu lykt sem fyllti húsið.
Sonur minn var yfir sig hrifin þegar hann kom heim og gat skellt einni vænni sneið ofan í sig með ískaldri mjólk.



Brownies


50g kókoshveiti
120g sukrin
110g smjör eða kókosolía
120ml kaffi eða möndlumjólk
2msk sykurlaust kakó
3 egg
6msk mæjónes eða sýrður rjómi
1tsk vanilludropar
10 dropar súkkulaði stevía frá Via-Health
1tsk matarsódi
100g saxaðar valhnetur (valfrjálst)

Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.
Í pott setjið smjör, kaffi og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restin af hráefnum bætt við. Setjið svo í lokin salt karamelluna yfir brownies deigið. Ég notaði skeið og lét karamelluna hingað og þangað yfir.
Setjið bökunarpappír ofan í eldfastmót. Ég var með eldfastmót í stærðinni 20x28
 Bakið við 200 gráður í ca 20-30 mínútur. Bakið neðarlega í ofninum

Salt karamella

2msk möndlusmjör
30ml kókosolía við stofuhita
60ml sykurlaust salt karamellu síróp
örlítið salt
5 dropar english toffee stevía eða karamellu stevía

Setjið allt í skál og hrærið vel saman.


Friday, January 2, 2015

Hlutir sem eru mér nauðsynlegir í eldhúsinu.


Gleðilegt 2015! Ótrúlegt hvað tíminn líður. Eftir að hafa tekið mér gott frí frá bakstri og eldhúsdúllerí í desember finn ég hvernig krafturinn kemur aftur. Trilljón hugmyndir og útfærslur af mat og bakstri búið að fylla hugann og komið á pappír og ég get ekki beðið eftir að komast í rútinu og finna tíma til að standa í eldhúsinu og skapa :)

Nú þegar ég er komin með bakstursgleðina aftur og sköpunarkrafturinn er á þúsund þá eru nokkrir hlutir í eldhúsinu sem eru algjörlega möst að eiga að mér finnst.




Kitchen aid vélin mín kemur í fyrsta sæti.
Jú það er hægt að baka án hennar en hún gerir líf mitt bara svo miklu betra.


Maðurinn minn gaf mér í jólagjöf ísvélina sem festist við kitchenaid vélina en bara í formi gjafabréfs þar sem hún er víst uppseld um heim allan. Ég græt þvi ég vil byrja nota hana núna en ég lofa ykkur, þegar hún kemur inn í hús fer ég strax í það að útbúa ís uppskrifta hefti!



Sleif/sleikja. Já góð sleif/sleikja er nauðsynleg. Ég á eina frá IKEA sem ég elska. Hún skefur svo vel innan úr skálum sem auðveldar vinnu þegar maður færir rjóma eða kökudeig í skál eða form. Ég er alltaf á leiðinni að fjárfesta í einni, jafnvel tveimur í viðbót.




Ég er með svuntu blæti. Svuntur gera bara baksturinn miklu skemmtilegri.
Í dag á ég átta svuntur sem ég skiptist á að nota. Börnin eiga líka nokkrar til skiptanna. 


Á meðan sumar konur safna skóm, safna ég svuntum. Ég fékk þessa fegurð í jólagjöf frá mömmu minni.





Bollamál hjálpa mér mikið. Maður sér oft spennandi uppskriftir á netinu sem maður vill útfæra eftir sínu höfði en hlutföllin eru í bollamálum. Þetta hjálpar mér mikið.







Góður blandari. Sá sem ég á er fínn en ég bíð eftir að geta eignast blandara úr fjölskyldunni hennar Hrímu, Kitchenaid blandara. Ég nota blandara mikið í boost, mauka baunir í kökudeig, mala hnetur í mjöl, frappocino. Já möguleikarnir eru endalausir.



Og það sem skiptir kannski mestu máli er góða skapið og jafnvel tónlist til að skapa góða stemmingu. 
og ef þú ert að hefja sykurlaust líf þá er bókin mín gull í hvert eldhús ;)