Thursday, December 18, 2014

Jólauppskriftir.


Ætla að setja í eina færslu þær uppskriftir sem mér finnst frábærar núna í desember :)
Ýtið bara á nafnið á smákökunum eða réttunum og þú færð uppskriftina.

Fleiri uppskriftir er svo hægt að finna í bókinni minni Dísukökur og rafræna jólauppskriftaheftinu mínu, sykurlaus jól :)




















Tuesday, December 16, 2014

Blómkáls brauðstangir


Þegar allir eru að missa sig í smákökubakstri er ég að missa mig í brauðstangabakstri.
Já ég hef aldrei verið þekkt fyrir það að fylgja flæðinu. 
Þegar maður hefur það fyrir áhugamál að búa til uppskriftir og byrjar að undirbúa desemberbaksturinn í október þá er maður komin með nóg á aðventunni.
Það kvartar samt engin hér heima. Fjölskyldan er lítið fyrir kökur og sætindi og kjósa frekar snakk.

En ég er búin að vera reyna finna leið til að vera dugleg að borða grænmetið mitt. Já ég er ekki heldur þekkt fyrir að vera dugleg í grænmetinu. En eins og með mörg börn eins og mín sem dæmi þá virkar að fela grænmetið í matnum mínum og ég get borðað það ;)



Blómkáls brauðstangir


ca 250g blómkál
1 egg
50g rifin ostur
3 hvítlauksgeirar
smjör til að steikja
salt og krydd eftir smekk

Rífið blómkálið niður í grjón og setjið í örbylgju í ca 8 mínútur.
Saxið hvítlauk smátt og steikið á pönnu með smjöri þar til gyllt. Geymið.
Þegar blómkálsgrjónin eru búin að kólna eru þau sett í hreint viskustykki og vindið upp á það til að ná öllum vökva úr blómkálinu. Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman.
Kryddið eftir smekk og smakkið til.
Setjið deigið í silikon brauðform eða brauðform sem búið er að smyrja með smjöri eða olíu og bakið á 175 gráður í ca 20-25 mínútur.
Takið út brauðformið og hvolfið úr því á bökunarpappír og bakið áfram í 10 mínútur.
Takið stangirnar út og dreifið smá rifnum osti og parmesan osti yfir og bakið þar til ostur er gylltur.
Skerið í stangir og berið fram með sykurlausri pizzusósu.