Showing posts with label bollur. Show all posts
Showing posts with label bollur. Show all posts

Tuesday, April 7, 2015

Brauðbollur

Það sem hefur vantað í mataræðið hjá mér eru góðar morgunverðarbollur.  Ég útbý stundum úr brauðmixinu frá Funksjonell  en maður á það ekki alltaf til.
Þessa uppskrift sá ég á FB fyrir löngu löngu síðan og ætlaði alltaf að prófa. Ég man engan vegin hvar ég fann hana en ef einhver kannast við hana (man að þetta var íslensk uppskrift) má endilega láta mig vita hver á hana svo ég get sett það inn sem heimild :)

En ég lét loks verða úr því í dag að prófa uppskriftina.
Breytti henni ogguponsu en vá hún er ótrúlega góð. 
Vel af smjöri og góð ostsneið og þetta er gúrmé.

Ég útbjó litlar bollur og fékk um 10stk. Ein lítil bolla mettar mig svo ég ætla að geyma þær í frystinum og næla mér í eina og eina.



Brauðbollur 8-10stk


2 egg
1dl kókoshveiti (ég nota frá Funksjonell)
1/2dl HUSK
2msk chia fræ
2tsk vínsteinslyftiduft
1dl rjómi (eða þykki hlutinn af kókosmjólk)
1dl grísk jógúrt
1/2dl vatn
2msk möndlumjöl
2msk Sukrin Gold
1/2tsk salt

Þurrefni sett í skál og blandað vel saman. Eggjum svo bætt við og hrærið vel.
Rjómi, grísk jógúrt og vatn sett í pott og látið ná suðu og bætt þá við í skálina. Blandið vel saman og látið svo standa í 10-15 mínútur. 
Búið til bollur með höndunum. Gott er að vera með blautar hendur svo deigið festist ekki við þær.

Stráið yfir bollurnar chiafræjum ef þið viljið og bakið svo á 175 gráðum í ca 30 mínútur.



Wednesday, February 26, 2014

Vatnsdeigs bollur


Sá þessa uppskrift á LKL síðu á facebook og ákvað að prófa. Breytti reyndar uppskriftinni ogguponsu en upprunalega kemur frá Þórunni Berndsen. Þær vour pínu blautar að innan. Kom samt ekki illa út og ég var alveg að líka það. Prófaði líka að skafa innan úr þeim og það heppnaðist vel.



Vatnsdeigsbollur


125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
4 lítil egg eða 3 stór
1 tsk xhantan gum
15 dropar Via-Health stevíu vanillu eða original

Hægt að setja 20 g möndlumjöl á móti 20 g af kókoshveiti ef fólk vill minna kókosbragð og aðeins grófari bollur. Hinsvegar fann ég ekki kókosbragð og er viss um að stevían kemur til bjargar þar.

Ef þið viljið sleppa öllum mjólkurvörum sökum ofnæmis eða óþols er hægt að nota smjörlíki í stað smjörs og þeytta kókosmjólk í stað rjóma :) Búið til súkkulaði úr kakó, sukrin melis og smjörlíki

Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti og möndlumjöl bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið. Í lokin eru stevía dropum bætt við.

Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 190 gráður í ca 30 mínútur.

Ég bræddi svo sykurlaust súkkulaði og setti á bollurnar :)