Monday, February 5, 2018

Fylltar kjúklingabringur með spínati og fetaosti


Fylltar bringur með spínat og fetaosti

4 kjúklingabringur
200 g spínat (ferskt eða frosið)
100 g hreinn fetaostur 
110 g hreinn rjómaostur
1 hvítlauksgeiri
½ tsk salt
1 tsk pipar



Setjið spínat á heita pönnu ásamt vel söxuðum hvítlauk og steikið í smástund. Setjið spínatið á eldhúspappír og þerrið örlítið. Blandið spínatið við feta- og rjómaostinn og blandið vel. Bætið við kryddinu og hrærið svo blandast vel saman.
Skerið í bringurnar rauf og setjið fyllinguna í. Piprið og saltið eftir smekk .
Bakið við 190°C í 40-45 mínútur.



Sætar kartöflur með rósmarín og fetaosti

Skrælið miðlungsstóra sæta kartöflu og skerið í tenginga.
Setjið í eldfast mót og dreifið olíu yfir ásamt pipar, salti og rósmarín eftir smekk.
Bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Gott er að hræra tvisvar í kartöflunum á meðan þær eru í ofninum.
Myljið hreinan fetaost yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar og teknar úr ofninum.