Friday, October 2, 2015

Gulrótakaka


Var búin að lofa að henda inn þessari uppskrift í dag :) Hún sló allavega vel í gegn hjá vinnufélögum. Hef þetta stutt og helli mér beint í uppskriftina.





Gulrótakaka


Botn

3 stór egg
85g möndlumjöl
35g kókoshveiti frá Funksjonell
2tsk vínsteinslyftiduft
1/2tsk matarsódi
1.5tsk kanill
1/2tsk negull
110g Sukrin eða Sukrin Gold
50g brætt smjör
150ml möndlumjólk
3-4 meðalstórar gulrætur, rifnar

Þeytið egg og Sukrin vel saman.
Bætið við þurrefnum og svo smjöri.
Möndlumjólk og gulrætur bætt við í lokin og blandað vel saman við.

Setjið í 20cm silikonform og bakið á 45-50 mínútur á 175 gráður.

Krem

200g rjómaostur
5msk smjör
1tsk vanillu extrackt eða dropar
100g Sukrin melis

Þeytið rjómaost og smjör vel saman þar til smá fluffy.
Bætið restinni við í áföngum og smyrjið svo kremið á kökuna þegar hún er orðin köld.

Skreytti svo kökuna með kókosflögum sem ég var búin að brúna á þurri pönnu




1 comment:

  1. Skellti í eina :) algjört æði, takk fyrir kærlega

    ReplyDelete