Sunday, February 9, 2014

Sunnudags vöfflur

Vöfflur á sunnudegi, er það ekki heilagt?
Ákvað að prófa að setja saman eina uppskrift og heppnaðist vel :) 




Sunnudags vöfflur ca 2-3 stk


2 egg
4 msk rjómi
1 msk möndlumjöl
2 tsk fiberhusk
1-2 msk sukrin gold
6-8 dropar via-healt karamellu stevía eða vanillu
salt á hnífsoddinn

Blanda öllu vel saman og smakkið til. Ef of mikið eggjabragð sætið betur og leyfið að standa í nokkrar mínútur. Spreyið vöfflujárnið með pam spreyji eða setjið smjörklípu er það er orðið heitt. Bakist þar til orðið gullinbrúnt. Borið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Eða með smá sukrin á eins og börnin vilja ;)


No comments:

Post a Comment