Monday, February 10, 2014

Heit ídýfu sósa


Þegar manni langar í eitthvað djúsí fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, þá er þetta málið.



Snakk


Ostsneiðar sem ég er búin að skera í x, fæ semsagt 4 þríhyrninga úr. Set á bökunarpappír og inn í ofn í ca 5 mínútur við 180 gráður. Þetta er samt mjög misjafnt eftir ostum og ofnum svo fylgist með. Leyfið að kólna og þá ertu komin með glæsilegt snakk. Kryddið ostinn eftir smekk, hvítlauk, pipar eða jafnvel chili.

Ídýfa


1 krukka sykurlaus salsa sósa (eða heimagerð)
1 dós sýrður rjómi 18%
1 poki rifin ostur


Í litið eldfast mót er sett fyrst sýrður rjómi sem er dreift vel í formið. Því næst er salsa sósa sett yfir og í lokin rifin ostur. Inn í ofn sem er 200 gráður í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er gullin.

Heimagerð salsa sósa.


Ég geri stundum heimagerða salsa sósu. Er ekki með neina uppskrift fasta en hendi því sem ég á til í ísskápnum.

1 laukur eða rauðlaukur
1 lítill chili
1/2-1 paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2 msk lime safi
smá salt
handfylli af steinselju, fínsöxuð

Gróf saxað og maukað eftir hentisemi. Ég vil hafa þetta fín maukað. Þetta er alveg tveir þrír skammtar eða einn mjög stór ;)




No comments:

Post a Comment