LKL Vörur

Ákvað að setja inn smá upplýsingar um lkl vörur fyrir þá sem eru byrjendur og vita ekki hvernig vörurnar líta út. Listinn er ekki tæmandi og endilega látið mig vita ef það er fl sem þið viljið fá á hann.


Sukrin. Er í grunninn erythiol sem er náttúruleg sæta og hefur ekki áhrif á blóðsykurinn. 0 kaloríur og 0 kolvetni. Sukrin kemur í stað venjulegs sykurs í matargerð og bakstri. Allar sukrin vörurnar fast í Krónunni, Hagkaup, Nettó og Fjarðarkaup.


Sukrin Melis er flórsykur. Er 0 í kaloríur og 0 kolvetni.

                              
                        

Sukrin Gold er púðursykur. Ein tsk (5 g) innihalda 1 kaloríu og í 100g eru 2,9 g af kolvetnum.

           

                             
              
Sukrin + er helmingi sætara en venjulegur sykur. Er fyrir þá sem vilja mikið sætubragð eða nota helmingi minna af sætu í bakstur eða matargerð.




Eryhtiol frá Now. Er mun dýrara en sukrin en sama vara í grunninn.




Möndlumjöl. Ómissandi finnst mér þegar kemur að bakstri. Er í rauninni hakkaðar möndlur ekkert annað og vel hægt að gera það sjálfur. H-Berg er með fínt möndlumjöl í Bónus sem er á hagstæðu verði.


Stevia er náttúruleg sætuefni sem er hægt bæði að fá í dufti og vökva. Notað til að bragðbæta skyr, kaffi og í bakstri. Gefur extra boost í bragðið. Kemur í fjölmörgum bragðtegundum. Via-Health Stevíu droparnir fást í Nettó, Samkaup, Hagkaup, Krónunni og Fjarðakaup.


                                                                                          

                                

Xanthan Gum er þykkingar efni sem er hægt að nota í baktur og í soðsósur ef ekki er ætlað að þykkja með osti.




Kókoshveiti er í raun staðgengill fyrir venjulegt hveiti ásamt möndlumjölinu. Þarf mun minna af því og ef þú ert að breyta uppskrift úr venjulegu hveiti eða möndlumjöli yfir í kókoshveiti skaltu skoða myndina fyrir neðan


Kókosolían góða er algjört must. Ég byrja daginn á góðu glasi af vatni og tsk af kókosolíu. Hún er góð til steikingar líka, á húðina, hárið name it, hún er góð.

  

Husk eru náttúrulegar trefjar og er mikið notað í bakstri. Sýgur í sig vökva og þykkir deig, ef þú ert að fara baka með huski þá er mjög gott að láta deigið standa í smá stund áður en það er eldað svo huskið nái að draga vel í sig vökva. Gott fyrir meltinguna. Þeir sem eru ekki að baka geta tekið husk inn með því að setja samkvæmt upplýsingum á vöru í vatnsglas. Það getur nefnilega gerst að einstaklingar fá hægðatregðu á þessu mataræði og þá getur huskið hjálpað til. Ekki reyna að nota husk í sósugerð. Virkar ekki, hef prófað ;)




Hef ekki sjálf notað þessa vöru, á alveg eftir að prófa hana en hún er að virka vel í brauðgerð. María Krista er búin að gera nokkrar góðar útfærslur á brauði með flax seed sem þið getið skoðað á síðu hennar,http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/  Á þeirri síðu er líka fullt af fróðleik um lkl sem gott er að skoða. Sumir tala um lýsisbragð af þessari vöru.


Xylitol er sætuefni notað í stað sykurs. ég persónulega nota ekki xylitol en margir gera það. Maður þarf bara að finna það sem hentar hverjum og einum.

2 comments:

  1. Algjörlega frábær samantekt. Takk :-)

    ReplyDelete
  2. Notar maður sama magn af sukrin og af sykri? ef ég er að breyta uppskrift?

    ReplyDelete