Tuesday, February 11, 2014

Súkkulaði ís


Það er búið að vera hrikaleg sætinda þörf síðustu sólahringa hjá mér. Bíllaus og föst heima með veikt barn. Ónei! Þá fékk ég mikla þörf að drekka Zevía drykk og fá mér ís. Ég var við það að senda næstum átta ára son minn út í Hagkaup að versla Zevía en hætti við. Svo var ég við það að láta hann passa systur sína og fá hjólið hans lánað en já nei fannst það ekki heldur sniðug hugmynd. Í kvöld gafst ég upp og ákvað að búa til súkkulaði ís eftir uppskrift sem ég fann á netinu og ómæ hvað það var ljúft!!! Þetta var alvöru súkkulaði ís fyrir allan peninginn!!! Börnin mín verða ánægð á morgun þegar þau fá að smakka á honum, ef ég verð ekki búin með hann ;)




Súkkulaði ís


1 bolli sukrin melis
3 egg
1 bolli kakó (var sjálf með Hersey's)
1 bolli möndlumjólk eða laktós frí mjólk
1,5 bolli rjómi
6 dropar Via-Health stevía original
salt klípa



Egg, sukrin melis, kakó og mjólk sett í skál og blandað vel saman. Setja skálina í örbylgju í ca 20 sek og hræra vel saman þar til vel blandað. Því næst er salt og rjómi bætt út í (óþeyttur). Sett í box og inn í frysti. Ef þú ert alveg að farast úr ísþörf getur sett ís í nokkur muffins form og sett í frystirinn og látið bíða í ca 20 mínútur. Þá ertu komin með fínar súkkulaði ís kökur :) Áður en ég fæ mér ís er ég farin að láta kalt vatn renna á ísskálina sem ég ætla að nota og setja hana í frystirinn í nokkrar mínútur. ísinn helst þá kaldur og góður á meðan þú borðar hann ;)



6 comments:

  1. Búin að prófa hellign frá þér og að springa úr gleði, takk fyrir mig.
    En á ég í alvöru að setja þetta í örbylgju? og ekki að þeyta rjóman?
    Þori ekki að byrja þar sem ég er hrædd um að þú hafir ruglast eitthvað :) eins og maður gerir stundum þegar maður er lokaður inni með veik börn :) hihihi...
    En svona í alvöru,,,
    Kveðja frá DK Hulla

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Já samkvæmt uppskriftinni á að setja aðeins í örbyglju, þarf ekki en það er gert til að auðveldara að blanda vel saman sukrin melis og kakói. Getur sleppt því og hræra lengur og ekki þeyta rjómann ;)

      Delete
  2. Hljómar ekkert smá vel ... en heldur þú að það sé hægt að nota feita kókosmjólk í stað rjómans? Er að leita að e-u "sætu" mjólkurlausu handa syni mínum :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Er nokkuð viss að feit kókosmjólk ætti alveg að virka :)

      Delete
  3. æh takk fyrir þetta ! Ætla prufa gera handa snúllanum mínum :) Já og auðvitað mér hehe

    ReplyDelete
  4. Ertu með ameríska bolla eða bara bollann hennar ömmu?
    KV. Helga

    ReplyDelete