Monday, August 29, 2016

Kínóa salat með sætkartöflum



Ég reyni að útbúa mér nesti og taka með í vinnuna. Það koma tímabil sem ég lifi á matnum í matsalnum á Hringbraut. Versta við það er að ég veit ekki hvaða hráefni eru notuð og hvað ég er að setja ofan í mig. Og ekki má gleyma að upphæðin sem er dregin af mér um hver mánaðarmót er fljót að hækka.

Því finnst mér best að útbúa nesti. Ég er með fullt af uppskriftum sem henta í nestisboxið hér á blogginu en mér finnst gaman að útbúa eitthvað nýtt með því sem til er heima.
Í gær ákvað ég því að útbúa kínóa salat sem ég fann á pinterest.

Þetta hentar kannski ekki þeim sem eru mjög strangir á kolvetnin sem þau setja ofan í sig en fyrir okkur sem leyfum okkur góð kolvetni þá gerist þetta varla hollara :)




Mjög einfalt að útbúa og smakkast ótrúelga vel.
Núna á meðan ég skrifa þetta þá bíð ég spennt eftir hádegishléinu svo ég get fengið mér :)

Kínóasalat



1bolli kínóa ósoðið
1 stór laukur
150-200g sætar kartlöflur
100g fetaostur


Setjið tvo bolla af vatni í pott og látið koma upp suðu. Bætið við kínóanu ofan í og látið malla á meðalhita. Í raun er þetta eins og að sjóða hrísgrjón. Sigtið og látið kólna.
Skerið Sætar kartöflur í bita og sjóðið þar til tilbúnar. Mér finnst best að gufusjóða.
Skerið lauk í þunnar sneiðar. Setjið olíu á pönnu og látið hitna. Steikið laukinn þar til orðin gylltur.

Blandið öllu saman og bætið svo rifnum fetaosti út í. Ég nota hreinan fetaost frá MS gott í matinn.

Skreytið svo með smá steinselju.




Wednesday, August 24, 2016

Chia og rjómaosta pizzabotn


Föstudagar eru pizzadagar heima hjá mér.
Heimagerðar pizzur sem börnin elska að fá að útbúa sjálf.
Ég ákvað um daginn að prófa að útbúa nýja botn fyrir mig. 
Kom á óvart hversu vel hann heppnaðist.

Áferðin kannski ekki eins og venjulegur botn eins og má búast en hann smakkaðist alls ekki illa og mun ég útbúa þennan oftar, enda ótrúlega auðvelt að gera.

Ætli þetta sé ekki aðeins stærri en 12 tommu pizza.



Pizzabotn


1dl chiafræ
1,5dl vatn
125g rjómaostur
1/2tsk hvítlaukssalt
1tsk pizzukrydd


Setjið í hrærivélaskál og blandið öllu vel saman.
Setjið á pökunarpappír og með blautum höndum dreifið úr deiginu.
Deigið er blautt í sér en festist ekki við fingur ef þið eruð búin að bleyta.

Bakið á 175 gráðum í 20 mínútum.
Setjið á pizzusósu, álegg og ost og bakið aftur í ca. 10-12 mín eða þar til osturinn er orðin gylltur.






Sunday, August 21, 2016

Kínóa botn með karamellu og rjóma

Á búðarröltinu í vikunni sá ég kínóa puffs (quinoa sem er stærra og eins og búið sé að poppa) á afslætti og ákvað að prófa að kaupa og baka með.
Var búin að lesa að hægt væri að nota það svipað og Rice Krispies í uppskriftir.
Því ákvað ég að útbúa eina tertu með Kínóa botni, saltkaramellu og þeyttum rjóma.




Botn


50g Fibersiróp Gold
50g smjör
60g sykurlaust súkkulaði (var með Valor)
 60g Kínóa puffs



Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti.
Bætið við sírópinu og hrærið vel í. 
Í lokin er kínóa puffs bætt út í og blandað vel saman
Setjið í 20cm silikon form og þjappið vel niður.
Kælið í ísskápnum.
Takið úr forminu og setjið á kökudisk áður en karamellan og rjóminn eru sett á.



Karamella


150ml rjómi
3msk Fibersirup Gold
örlítið af saltflögum


Setjið í pott og fáið suðuna upp.
Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast.
Látið kólna og setjið svo yfir botninn.



Ég þeytti svo um 100ml af rjóma og setti yfir þegar karamellan var orðin alveg köld á kökunni.
Skreytti svo með bláberjum.

Kakan heppnaðist vel þó að mér fannst fyrst skrítið að píta í kínóað. Ég bjóst við að það yrði meira krönsí en var mjúkt undir tönn. Smakkaðist samt vel og börnin borðuðu með bestu lyst.






50g sir60g kínoa

Thursday, August 18, 2016

Bláberja ostakaka






Þegar maður er nýbúin að tína dýrindis bláber úr náttúrunni er um að gera að útbúa eitthvað gott 
til að fá sér með kvöldkaffinu eða hvenær dags sem maður vill ;)






Botn


40g smjör
2dl möndlumjöl
2msk kókosmjöl
1msk Sukrin Gold (má sleppa)
1tsk kanil

Setjið smjör í pott og bræðið.
Bætið við hráefnunum og blandið vel saman
Setjið í 20cm springform og þjappið vel niður.
Gott er að bera smá smjör á botninn áður.
Bakið á 175 gráðum í 6-8 mínútur og látið svo kólna

Fylling


2 egg
120g bláber
1msk sítrónusafi
1tsk vanillu extract
120g rjómaostur
1msk Sukrin Melis

Þeytið egg og rjómaost vel saman.
Bætið við restinni af hráefnunum og þeytið vel.
Setjið á botninn á kökunni og bakið neðarlega í ofninum
í 30-35 mínútur eða þar til kakan er orðin föst í sér.





Thursday, August 11, 2016

Heslihnetukaka með súkkulaði ganache


Þessi uppskrift er tilvalin fyrir helgina :)
Virkar kannski pínu eins og það sé vesen að útbúa hana en lofa að svo sé ekki.
Bara hlusta á góða tónlist og dilla sér á meðan og áður en þú veist ertu að snæða þér á kökunni :)




Botn
170g sykurlaust Valor súkkulaði
150g smjör eða bragðlaus kókosolía
6 egg (aðskilja rauður og hvítur
100g sukrin eða sukrin gold
150g heslihnetumjöl

Setjið heslihnetur á bökunarpappír og inn í ofn sem er 170 gráður heitur og bakið hneturnar í 5-8 mínútur. Passið að brenna þær ekki. Látið kólna og setjið á milli tveggja viskustykkja og nuddið hýðinu af. Setjið hneturnar í matvinnsluvél eða blandara og útbúið heslihnetumjöl.

Bræðið súkkulaði og smjör saman í pott og látið kólna á meðan þið þeytið hvíturnar stífar.

Eggjarauður og sukrin þeytt vel saman í nokkrar mínútur. Bætið súkkulaðinu við og svo heslihnetumjölinu.

Í lokin eru eggjahvíturnar varlega bættar við.

Smyrjið 20cm bökunarform eða notið silikonform og bakið á 150gráðum með blæstri í klukkutíma.

Ganache

100g sykurlaust Valor súkkulaði
100ml rjómi

Brjótið súkkulaðið í litla bita og setjið í skál. Hitið rjómann að suðu og helli svo yfir súkkulaðið.
Látið standa í 1-2 mínútur og hrærið svo saman þar til vel blandað.
Látið kólna í kæli í 20 mínútur.

Hellið yfir kökuna og stráið svo heslihnetum yfir og berjum eftir smekk.

Monday, August 8, 2016

Bláberjasulta


Í gær fórum við fjölskyldan í berjamó.
Það er í raun alveg ótrúlegt hversu stutt þarf að fara til að finna góð ber.
Við reyndar þurftum aðeins að rölta um til að finna vel þroskuð og góð ber en í eins góðri veðurblíðu eins og í gær var það vel þess virði.



Bláberjasulta


1 bolli bláber
1msk chiafræ
1msk vatn
1/4tsk vanillu extract

Setjið berin ásamt Fibersiróp og vatni í pott og hitið að miðlungshita.
Hrærið vel í og bætið við chiafræjum og vanillu extract.
Látið malla í fimm mínútur og setjið svo í hreina krukku.






Bláberjasulta


Í gær fórum við fjölskyldan í berjamó.
Það er í raun alveg ótrúlegt hversu stutt þarf að fara til að finna góð ber.
Við reyndar þurftum aðeins að rölta um til að finna vel þroskuð og góð ber en í eins góðri veðurblíðu eins og í gær var það vel þess virði.



Bláberjasulta


1 bolli bláber
1msk chiafræ
1msk vatn
1/4tsk vanillu extract

Setjið berin ásamt Fibersiróp og vatni í pott og hitið að miðlungshita.
Hrærið vel í og bætið við chiafræjum og vanillu extract.
Látið malla í fimm mínútur og setjið svo í hreina krukku.






Friday, August 5, 2016

Pistasíuís


Helgin er komin og sólin á að skína á okkur flest öll að ég held.
Hér er fljótleg og góð uppskrift af pistasíuís sem er sykur, mjólkurlaus auk þess að vera vegan :)



200ml extra creamy kókosmjólk
170ml möndlumjólk
30ml sykurlaust síróp (má sleppa)
1/8 tsk Xanthan gum
1msk vanillu extract eða dropar
1 poki pistasíur





Setjið allt í blandara og blandið vel. 
Setjið í ísform og fyrstið.
NJÓTIÐ :)

Tuesday, August 2, 2016

Súkkulaði brownie með salt karamellu


Verslunarmannahelgin komin og farin, sumarið er alveg að fara kveðja okkur og skólar að fara hefjast í lok mánaðarins.

Ég hef voða lítið staðið í eldhúsinu í sumar. Tók fimm daga sumarfrí í Júní og hef svo verið að vinna á fullu í sumar svo ég hef notið þess að vera með fjölskyldunni og eldhúsið er því miður ekki út í garði í sólinni ;)

Bjó til þessar tryllingslega góðu brownies með salt karamellu ofan á um helgina. Hún kláraðist of fljótt því miður. 
Eins auðvelt og það var að útbúa hana, þá var eins auðvelt að klára.



Brownie

2 egg
50g sykurlaust Valor mjólkursúkkulaði
35g smjör
1msk Fibersirup Gold
3msk Sukrin Gold
1msk ósykrað kakó
1tsk vanilluduft

Bræðið súkkulaði og smjör í örbylgju og hrærið þar til vel blandað.
Setjið Sukrin Gold og egg í skál og þeytið vel saman. Bæti súkkulaðinu við og hrærið vel.
Setjið í silikonbrauðform og bakið á 175 gráðum í ca 15 mínútur.
Látið kólna áður en tekin úr forminu.


Karamella

150ml rjómi
3msk Fibersirup Gold

Setjið í pott og fáið suðuna upp. Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast. Hellið yfir kökuna þegar hún er tilbúin og þegar karamellan er búin að kólna stráið grófu salti yfir.