Tuesday, March 21, 2017

Fljótlegt hveitilaust brauð!


Sá þessa uppskrift á facebook á LKL síðunni fyrir örugglega tveimur árum og alltaf ætlað að prófa hana en Andrea Rafnar var sú sem póstaði uppskriftinni.
Poppaði hugmyndin aftur upp í hausinn á mér og varð að prófa.
Vildi óska að ég hafði prófað fyrr því þetta var ótrúlega auðvelt og gott!



40g Funksjonell möndlumjöl (verður að vera þessi tegund)
1 egg
1/2tsk lyftiduft
smá salt
krydd eftir smekk. Ítalskt, kúmen eða annað.

Blanda öllu saman og setjið í form sem er á stærð við eina brauðsneið.
Ég notaði box úr IKEA sem ég átti og var á stærð við brauðsneið.
Setjið inn í örbylgju í 90 sek.
Kljúfið í tvennt svo úr verði 2 brauðsneiðar
Ristið og njótið ;)



2 comments:

  1. Veistu hvort það sé hægt að gera þetta án þess að nota örbylgjuofn?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já býst alveg við því. Deigið er hægt að forma á bökunarplötu en svo er spurning með bökunar tímann. Ég myndi þá frekar skipta deiginu í tvennt og forma tvær brauðsneiðar og baka á 180 gráðum í ca5-7 mín eða þar til gyllt.

      Delete