Showing posts with label hveitislaust. Show all posts
Showing posts with label hveitislaust. Show all posts

Sunday, September 28, 2014

Pönnupizza Kristu


Prófaði þessa uppskrift af pizzubotni frá henni Maríu Kristu sem ég sá á LKL spjalli á FB og namm!
Fannst ég þurfa að pósta henni hér líka, breytti henni bara ogguponsu því ég átti ekki kotasælu.




Pönnupizza

2 egg
1 góð msk Bacon smurostur
1 góð msk rjómaostur
1msk Husk
2tsk pizzukrydd

Setjið allt í hátt glas eða box og blandið vel saman með töfrasprota.
Setjið í silikonform sem er 9 tommur að stærð. Ég var sjálf með 8 tommu form og fékk aðeins þykkari botn. 
Bakið á 200 gráðum í 10-15 mínútur eða þar til pizzubotninn fer aðeins að lyfta sér.
Takið botninn úr ofni og smyrjið sykurlausri pizzusósu yfir og það álegg sem þið viljið ásamt rifnum osti og bakið áfram í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er gylltur.


Fljótlegt og mjög gott hjá henni Kristu :)


Wednesday, February 26, 2014

Vatnsdeigs bollur


Sá þessa uppskrift á LKL síðu á facebook og ákvað að prófa. Breytti reyndar uppskriftinni ogguponsu en upprunalega kemur frá Þórunni Berndsen. Þær vour pínu blautar að innan. Kom samt ekki illa út og ég var alveg að líka það. Prófaði líka að skafa innan úr þeim og það heppnaðist vel.



Vatnsdeigsbollur


125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
4 lítil egg eða 3 stór
1 tsk xhantan gum
15 dropar Via-Health stevíu vanillu eða original

Hægt að setja 20 g möndlumjöl á móti 20 g af kókoshveiti ef fólk vill minna kókosbragð og aðeins grófari bollur. Hinsvegar fann ég ekki kókosbragð og er viss um að stevían kemur til bjargar þar.

Ef þið viljið sleppa öllum mjólkurvörum sökum ofnæmis eða óþols er hægt að nota smjörlíki í stað smjörs og þeytta kókosmjólk í stað rjóma :) Búið til súkkulaði úr kakó, sukrin melis og smjörlíki

Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti og möndlumjöl bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið. Í lokin eru stevía dropum bætt við.

Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 190 gráður í ca 30 mínútur.

Ég bræddi svo sykurlaust súkkulaði og setti á bollurnar :)





Tuesday, February 25, 2014

Blómkáls cheddar súpa

Þegar maður vaknar með kvef í öllu andlitinu, beinverki og hita þá er ekkert eins gott en að fá heita súpu í kvöldmat. Það er líka góðs viti að langa að mæta í vinnuna þegar maður er veikur en stundum þarf bara að leggjast undir feld og hvíla sig. Ég er gikkur, ég játa það alveg en það sem virkar vel á grænmetisgikki eins og mig er að útbúa holla súpu og mauka grænmetið í öreindir :)
Þessi súpa slóg í gegn og var mettandi og góð á svona köldum degi.



                                                              Blómkáls cheddar súpa

10 lengjur af beikon
1 laukur gróf saxaður
1 sellerí stilkur, gróf saxaður
2 hvítlauksgeirar
1 meðal stór blómkálshaus
2 msk smjör
500 ml kjúklingasoði
100 g rjómaostur
100 g rjómi
2 msk saxaður graslaukur
salt og pipar eftir smekk
rifin cheddar ostur

skerið beikon í bita og steikið á meðal hita í potti í ca 5 mínútur. Takið úr potti og setjið á pappír og geymið. 2 msk af smjöri sett í pottinn (minna ef það er mikið af vökva eftir beikonið) og bætið við lauk, sellerí og hvítlauk og látið brúnast í 10 mínútur á meðal hita. 
Blómkál þrifið og skorið í bita og sett í vatn. 

Ég átti ekki kjúklingasoð svo ég setti tvo kjúklingateninga í pottinn með blómkálinu og vel af vatni. Látið koma upp að suðu og látið sjóða þar til blómkálið er orðið mjúkt. Setjið blómkál ásamt 500 ml af soði í pottinn með grænmetinu. Maukið með töfrasprota þar til orðið af fínni súpu með engum bitum í. 
Sett aftur á heita hellu og bætið við rjómaosti, rjóma og beikoni og hitið upp súpuna. Í lokin er graslaukur sett út í ásamt salt og pipar eftir smekk. Ég saltaði ekkert enda kom nóg af salti frá beikoninu. Setjið í skál og dreifið rifnum cheddar osti yfir.


Monday, February 24, 2014

Fylltar kjúklingabringur

Ef þessi máltíð er ekki mettandi og ljúffeng þá veit ég ekki hvað. Ég elska þegar Jónbi er heima og við stöndum saman í eldhúsinu og eldum og prófum nýja hluti. Best er þegar galdrað er fram eitthvað með því sem er til í ísskápnum. Það er bara ekki eins gaman að elda þegar hann er ekki heima. Það verður ótrúlega ljúft að fá hann heim for good fljótlega :)



Fylltar kjúklingabringur


4 kjúklingabringur
Basil Pestó 
(var með frá Stonewall Kitchen)
Mozzarella ostur, ein kúla
Hvítlauksolía 
(var með Roasted Garlic oil frá Stonewall Kitchen)
Krydd eftir smekk


Snyrtið bringurnar og skerið rauf í bringuna annað hvort ofan á eða á hliðinni. Setjið um 2-4 tsk af pestói í hverja bringu eftir stærð og smekk. Skerið mozzarella ostin í sneiðar og setjið í raufina. Kryddið með salt og pipar eða kjúklingakryddi.

Setjið bringurnar í eldfastmót með olíu í botninum. Ég setti vel af hvítlauksolíu. Setti álpappír laust yfir mótið og setti ofn sem var á 200 gráðum og hafði í 30 mínútur. Þá tók ég álpappírinn af og stráði smá rifnum osti yfir og hafði í 10 mínútur í viðbót.

Meðlætið var blómkál og sveppir steiktir upp úr hvítlauksolíu. Skar blómkálið í litla bita og setti í eldfastamótið með kjúklingabringunum og stráði smá af salti yfir. Þegar ég stráði rifnum osti yfir kjúklinginn setti ég líka yfir blómkálið. Sveppir voru skorin í sneiðar og steikt í nokkrar mínútur upp úr hvítlauksolíunni.

Sósa var piparostur og rjómi brætt saman í potti :)


Sunday, February 23, 2014

Oopsie


Til lukku með daginn ykkar konur! Við mæðgur áttum yndislegan dag með strákunum okkar öllum. Já allir komnir heim í nokkra daga. Bestu fréttirnar eru samt þær að eiginmaðurinn stefnir á að flytja aftur heim í apríl og vinna hér á landi. Þá lýkur næstum 2 ára "útlegð" á Grænlandi. Það verður æðislegt að fá hann aftur heim :)

Helgin byrjaði vel þar sem við fórum á Hótel Þingholt ásamt vinapari okkar og skemmtum við okkur vel svona einu sinni án barna. Fórum á Lækjabrekku þar sem við fengum heila hæð fyrir okkur. Ætli starfsfólkið hafi bara ekki séð á okkur að við vorum ekki í rómatíska gírnum með hvísli og fótastrokum heldur meira að fá sér smá mojito og hlæja og hafa gaman :) Eftir það var kíkt á Danska þar sem fjörið hélt áfram og sungið og hlegið fram eftir nóttu. 



Í dag buðu strákarnir okkur stelpunum í brunch á Vox og svo var kíkt á skauta :)





Sunnudagar eru góðir dagar til að reyna skipuleggja vikuna sem er að hefjast með bakstri. Smákökur, brauð og oopsie er eitthvað sem oft er bakað á sunnudögum. Oopsie var eitt af því fyrsta sem ég gerði þegar ég tók út sykur og hveiti og finnst ótrúlega gott að fá mér með smjör og osti eða sem heit samloka eða bara eitt og sér. Ég er nokkuð viss um að þetta heitir oopsie því það er erfitt að baka þessar og láta vera fluffy og þykkar og hef ég svosem ekki náð því enn. Mér er alveg sama, þær smakkast jafn vel og gera sitt gagn.


Oopsie


3 egg
100 g rjómaostur
1/2 msk husk
salt klípa

Aðskilja hvítur frá rauðum. Stífþeyta hvíturnar. Rjómaostur og eggja rauður þeytt vel saman. Salt og husk bætt við rjómaost og rauður og látið standa í 5 mínútur. Eggjahvítur varlega bætt út í með sleif. Passa að hræra ekki of mikið. Nota skeið til að setja á plötu með bökunarpappír. Hægt að gera stakar kökur eða leyfa þessu að vera ein stór og skera eftir bakstur. Bakað við 150 gráður í 15-20 mínútur.
Hægt er að krydda með hvaða kryddi sem er til að auka fjölbreytileika. Einnig hef ég heyrt að sumir hafa búið til oopsie með beikonosti og það heppnast vel :)

Thursday, January 9, 2014

Pasta


Ég er mikil pasta kona og er alveg viss á því að í einhverjum af mínum fyrrum lífum þá átti ég heima á Ítalíu. Ég hef sterkar taugar þangað alveg frá barnæsku. Sem unglingur ætlaði ég alltaf að verða fornleifafræðingur og ferðast um heiminn í anda Indiana Jones og svo kenna fræðina í skóla í Róm ásamt að eiga ítalskan mann og börn ;) Þegar ég var 15 ára buðu foreldrar mínir mér til Ítalíu og ég játa alveg að ég grét er flugvélinn lækkaðu flug og ég sá landið fyrir neðan mig. En ítölsku strákarnir náðu ekki að heilla mig svo ég hætti við þetta allt saman og ákvað að giftast ramm íslenskum manni ;) 




En já pasta vorum við að tala um. Elska pasta og fæ "cravings" í það stundum. Þessi uppskrift er búin að redda mér þegar það gerist. Einföld og góð. Ok, þetta er ekki alveg nákvæmlega eins og pasta en kemst nokkuð nálægt því og ég er mjög hrifin.




Pasta

4 egg
120 g rjómaostur
0,5 dl Husk
Salt eða hvítlaukssalt

Þeyta egg og rjómaost vel saman. Setja husk í og blanda vel. Bragðbæta með salti eða öðru kryddi eftir smekk. Láta standa í nokkrar mínútur í skálinni. Dreift á plötu með bökunarpappír og dreift vel úr. Á að vera þunnt en passa að ekki sést í gegnum deigið á plötunni. Mér finnst gott að dreifa úr þessu í kassa eða hring. Sett í 150 gráður heitan ofn í 10 mínútur. Látið kólna eftir bökun og svo skorið í þunnar sneiðar með pizzuhníf.

Sósan sem ég er með er svona dass af þessu og hinu. Sker hvítlauk í þunnar sneiðar og set á pönnu ásamt rjóma. Læt þetta vera á meðal hita í smástund og bæti þá smá af rjómaosti. Pepperoni, skinka, sveppir eða paprika bætt við ef það er til. Hræri þessu öllu saman og læt malla í smástund. Í lokin krydda ég með salt og pipar og smá steinselju og bæti smá af hvítvíni ofan í, svona eina tvær matskeiðar. Ríf ferskan parmesan svo á diskinn :)