Þessi uppskrift er tilvalin fyrir helgina :)
Virkar kannski pínu eins og það sé vesen að útbúa hana en lofa að svo sé ekki.
Bara hlusta á góða tónlist og dilla sér á meðan og áður en þú veist ertu að snæða þér á kökunni :)
Botn
170g sykurlaust Valor súkkulaði
150g smjör eða bragðlaus kókosolía
6 egg (aðskilja rauður og hvítur
100g sukrin eða sukrin gold
150g heslihnetumjöl
Setjið heslihnetur á bökunarpappír og inn í ofn sem er 170 gráður heitur og bakið hneturnar í 5-8 mínútur. Passið að brenna þær ekki. Látið kólna og setjið á milli tveggja viskustykkja og nuddið hýðinu af. Setjið hneturnar í matvinnsluvél eða blandara og útbúið heslihnetumjöl.
Bræðið súkkulaði og smjör saman í pott og látið kólna á meðan þið þeytið hvíturnar stífar.
Eggjarauður og sukrin þeytt vel saman í nokkrar mínútur. Bætið súkkulaðinu við og svo heslihnetumjölinu.
Í lokin eru eggjahvíturnar varlega bættar við.
Smyrjið 20cm bökunarform eða notið silikonform og bakið á 150gráðum með blæstri í klukkutíma.
Ganache
100g sykurlaust Valor súkkulaði
100ml rjómi
Brjótið súkkulaðið í litla bita og setjið í skál. Hitið rjómann að suðu og helli svo yfir súkkulaðið.
Látið standa í 1-2 mínútur og hrærið svo saman þar til vel blandað.
Látið kólna í kæli í 20 mínútur.
Hellið yfir kökuna og stráið svo heslihnetum yfir og berjum eftir smekk.
No comments:
Post a Comment