Wednesday, August 24, 2016

Chia og rjómaosta pizzabotn


Föstudagar eru pizzadagar heima hjá mér.
Heimagerðar pizzur sem börnin elska að fá að útbúa sjálf.
Ég ákvað um daginn að prófa að útbúa nýja botn fyrir mig. 
Kom á óvart hversu vel hann heppnaðist.

Áferðin kannski ekki eins og venjulegur botn eins og má búast en hann smakkaðist alls ekki illa og mun ég útbúa þennan oftar, enda ótrúlega auðvelt að gera.

Ætli þetta sé ekki aðeins stærri en 12 tommu pizza.



Pizzabotn


1dl chiafræ
1,5dl vatn
125g rjómaostur
1/2tsk hvítlaukssalt
1tsk pizzukrydd


Setjið í hrærivélaskál og blandið öllu vel saman.
Setjið á pökunarpappír og með blautum höndum dreifið úr deiginu.
Deigið er blautt í sér en festist ekki við fingur ef þið eruð búin að bleyta.

Bakið á 175 gráðum í 20 mínútum.
Setjið á pizzusósu, álegg og ost og bakið aftur í ca. 10-12 mín eða þar til osturinn er orðin gylltur.






1 comment: