Thursday, August 18, 2016

Bláberja ostakaka






Þegar maður er nýbúin að tína dýrindis bláber úr náttúrunni er um að gera að útbúa eitthvað gott 
til að fá sér með kvöldkaffinu eða hvenær dags sem maður vill ;)






Botn


40g smjör
2dl möndlumjöl
2msk kókosmjöl
1msk Sukrin Gold (má sleppa)
1tsk kanil

Setjið smjör í pott og bræðið.
Bætið við hráefnunum og blandið vel saman
Setjið í 20cm springform og þjappið vel niður.
Gott er að bera smá smjör á botninn áður.
Bakið á 175 gráðum í 6-8 mínútur og látið svo kólna

Fylling


2 egg
120g bláber
1msk sítrónusafi
1tsk vanillu extract
120g rjómaostur
1msk Sukrin Melis

Þeytið egg og rjómaost vel saman.
Bætið við restinni af hráefnunum og þeytið vel.
Setjið á botninn á kökunni og bakið neðarlega í ofninum
í 30-35 mínútur eða þar til kakan er orðin föst í sér.





No comments:

Post a Comment