Monday, August 29, 2016

Kínóa salat með sætkartöflum



Ég reyni að útbúa mér nesti og taka með í vinnuna. Það koma tímabil sem ég lifi á matnum í matsalnum á Hringbraut. Versta við það er að ég veit ekki hvaða hráefni eru notuð og hvað ég er að setja ofan í mig. Og ekki má gleyma að upphæðin sem er dregin af mér um hver mánaðarmót er fljót að hækka.

Því finnst mér best að útbúa nesti. Ég er með fullt af uppskriftum sem henta í nestisboxið hér á blogginu en mér finnst gaman að útbúa eitthvað nýtt með því sem til er heima.
Í gær ákvað ég því að útbúa kínóa salat sem ég fann á pinterest.

Þetta hentar kannski ekki þeim sem eru mjög strangir á kolvetnin sem þau setja ofan í sig en fyrir okkur sem leyfum okkur góð kolvetni þá gerist þetta varla hollara :)




Mjög einfalt að útbúa og smakkast ótrúelga vel.
Núna á meðan ég skrifa þetta þá bíð ég spennt eftir hádegishléinu svo ég get fengið mér :)

Kínóasalat



1bolli kínóa ósoðið
1 stór laukur
150-200g sætar kartlöflur
100g fetaostur


Setjið tvo bolla af vatni í pott og látið koma upp suðu. Bætið við kínóanu ofan í og látið malla á meðalhita. Í raun er þetta eins og að sjóða hrísgrjón. Sigtið og látið kólna.
Skerið Sætar kartöflur í bita og sjóðið þar til tilbúnar. Mér finnst best að gufusjóða.
Skerið lauk í þunnar sneiðar. Setjið olíu á pönnu og látið hitna. Steikið laukinn þar til orðin gylltur.

Blandið öllu saman og bætið svo rifnum fetaosti út í. Ég nota hreinan fetaost frá MS gott í matinn.

Skreytið svo með smá steinselju.




No comments:

Post a Comment