Monday, August 8, 2016

Bláberjasulta


Í gær fórum við fjölskyldan í berjamó.
Það er í raun alveg ótrúlegt hversu stutt þarf að fara til að finna góð ber.
Við reyndar þurftum aðeins að rölta um til að finna vel þroskuð og góð ber en í eins góðri veðurblíðu eins og í gær var það vel þess virði.



Bláberjasulta


1 bolli bláber
1msk chiafræ
1msk vatn
1/4tsk vanillu extract

Setjið berin ásamt Fibersiróp og vatni í pott og hitið að miðlungshita.
Hrærið vel í og bætið við chiafræjum og vanillu extract.
Látið malla í fimm mínútur og setjið svo í hreina krukku.






No comments:

Post a Comment