Tuesday, August 2, 2016

Súkkulaði brownie með salt karamellu


Verslunarmannahelgin komin og farin, sumarið er alveg að fara kveðja okkur og skólar að fara hefjast í lok mánaðarins.

Ég hef voða lítið staðið í eldhúsinu í sumar. Tók fimm daga sumarfrí í Júní og hef svo verið að vinna á fullu í sumar svo ég hef notið þess að vera með fjölskyldunni og eldhúsið er því miður ekki út í garði í sólinni ;)

Bjó til þessar tryllingslega góðu brownies með salt karamellu ofan á um helgina. Hún kláraðist of fljótt því miður. 
Eins auðvelt og það var að útbúa hana, þá var eins auðvelt að klára.



Brownie

2 egg
50g sykurlaust Valor mjólkursúkkulaði
35g smjör
1msk Fibersirup Gold
3msk Sukrin Gold
1msk ósykrað kakó
1tsk vanilluduft

Bræðið súkkulaði og smjör í örbylgju og hrærið þar til vel blandað.
Setjið Sukrin Gold og egg í skál og þeytið vel saman. Bæti súkkulaðinu við og hrærið vel.
Setjið í silikonbrauðform og bakið á 175 gráðum í ca 15 mínútur.
Látið kólna áður en tekin úr forminu.


Karamella

150ml rjómi
3msk Fibersirup Gold

Setjið í pott og fáið suðuna upp. Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast. Hellið yfir kökuna þegar hún er tilbúin og þegar karamellan er búin að kólna stráið grófu salti yfir.






2 comments:

  1. Vá vá vá þessi er algjört æði

    ReplyDelete
  2. svo girnilegt ! eeeen hvað á að gera við vanilluna, kakóið og sýrópið ?

    ReplyDelete