Wednesday, March 18, 2015

Kókoskúlur með keim af appelsínu


Þessa uppskrift henti ég saman í flýti í dag. Langaði í kókoskúlur en langaði á sama tíma að prófa eitthvað nýtt. Þessar eru góðar mjög góðar.
Appelsínu keimurinn gefur manni smá sól í hjartað og von um að vorið sé alveg alveg að koma.





Kókoskúlur


80g smjör, stofuhita
15g möndlusmjör
75g möndlumjöl
30g kókosmjöl
2.5msk ósykrað kakó
3msk Sukrin Melis
Rifin börkur af einni appelsínu

Setjið allt saman í skál og hnoðið vel saman, annaðhvort í höndum eða nota hrærivél. Ég lét Kitchenaid vélina mína, hana Hrímu gera vinnuna fyrir mig í dag. Ég var löt í dag.

Útbúið kúlur með höndunum og rúllið upp úr kókosmjöli. Geymið í kæli.



No comments:

Post a Comment