Eftir að hafa tekið mér smá pásu í eldhúsinu og farið meira í það að hreyfa mig og út að labba og svona er ég loks komin aftur í eldhúsið. Og hef varla stoppað ;)
Það er bara stundum nauðsynlegt að taka sér frí. Hvíla sig á baksturshugmyndum og leyfa hausnum að huga að öðrum hlutum. Staðan var samt orðin þannig að mig var farið að klæja í fingurnar að komast aftur í elhdúsið og hugmyndir farnar að poppa upp á mínutu fresti.
Þessa hugmynd sá ég fyrir löngu á internetinu. Búin að vera með hana bakvið eyrað í marga mánuði. Svo loks þegar ég ætlaði að skella í hana þá fann ég ekki uppskriftina aftur. Típískt.
Svo maður bara sullar saman og býr til nýja.
Þær komu mjög dökkar út úr ofninum en ómæ hvað ég elska það. Crispý að utan en mjúkar að innan.
Pizza beyglur 6.stk
100g blómkálsgrjón
100g rifin ostur
2 egg
1/4 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
6 pepperoni sneiðar
2 skinku sneiðar
(tómatar, sveppir, paprika eða annað sem þið eigið til)
1tsk hvítlauksalt
2-3msk oregano
salt og pipar eftir smekk
Rífið niður blómkál í matvinnsluvél eða blandara.
Setjið blómkálsgrjónin í örbylgjuofn í ca 7-10 mínútur.
Skerið niður álegg og grænmeti og setjið í skál með rifnum osti, blómkálsgrjónum, eggi og kryddi.
Blandið vel saman og setjið í kleinuhringjaform. Ég keypti mitt í Allt í köku.
Bakið á 180 í ca 30 mínútur eða þar til orðið vel dökkt. Ég kýs að hafa mínar beyglur vel dökkar og eldaðar að utan en þið getið prófað að hafa eldunartímann styttri ef þið viljið.
Þessar voru fljótar að fara ofan í magan á mér og syni mínum.
eiga blómkálsgrjónin í alvöru að vera 7-10 mínútúr.. mín voru byrjuð að brenna eftir 4 mín. Er ég að gera eitthvað vitlaust?
ReplyDeleteÖrbylgjuofnar eru misjafnir og getur verið að þinn sé með hærri wött en minn. Eins og með ofna þá getur bökunartími í örbylgjuofnum verið mismunandi.
DeleteTakk fyrir svarið! ég gerði bara round tvö og hafði blómkálið í 2 mín í örbylgjunni. Þetta var algjört æði!
DeleteTakk fyrir að deila svona frábærum uppskriftum
Kveðja Ingibjörg