Páskarnir rétt handan við hornið.
Ég er eiginlega ekki að trúa því að það sé strax komið að páskum!
Ég reyndar fæ mér páskaegg um páskana. Læt það eftir mér. Ég er reyndar ekki mikil páskaeggja kona. Þegar ég var barn og unglingur náði ég aldrei að klára páskaeggið mitt. Hinsvegar sá ég að það er komið hvítt súkkulaði egg. Ég er búin að fjárfesta í einu og setja upp í skáp.
En það eru ekki allir sem geta fengið sér þessi venjulegu páskaegg og hér er því ein uppskrift fyrir þá.
Formið keypti ég í Hagkaup en þeir eru að selja það fyrir Allt í köku.
Páskaegg
1/2 bolli kakósmjör, smátt skorið
1/2 bolli kókosolía, bragðlaus
40g ósykrað kakó
30g Sukrin Melis
10 dropar súkkulaði stevía
Kakósmjör og kókosolía sett í pott og brætt á lágum hita. Hrærið reglulega í.
Þurrefnum og stevíu blandað við og sett í pottinn. Hrærið vel en það getur tekið smá stund að fá sætuna og kakóið til að bráðna.
Setjið í formin súkkulaðið, ef þið ætlið að fylla þá setjið 1/3 af súkkulaði í formið og frystið.
Setjið svo fyllingu og lokið með að setja súkkulaði yfir.
Hugmynd af fyllingum.
Hnetusmjör
Jaðrarberjamauk eða önnur ber
No comments:
Post a Comment