Tuesday, September 30, 2014

Kjúklinganaggar


Þessi uppskrift er mjög vinsæl hjá púkunum mínum.
Sá þessa hugmynd á pinterest og svo hefur maður breytt og prófað eftir smekk þegar kemur að kryddum. Þessi útgáfa hér er sú sem við notum mest. Kjúklinganaggar sem eru í raun búnir til úr kjúklingakjöti ;)




Kjúklinganaggar


4 bringur
150g möndlumjöl
50g parmesan ostur, rifin
3msk steinselja, fersk eða þurrkuð
1tsk hvítlaukssalt
1tsk sítrónupipar
1/2tsk papriku krydd
rifin ostur
smjör klípur

Skerið bringurnar í litla munnbita. Reynið að hafa þá í svipaðri stærð. Setjið í skál möndlumjöl, parmesanost og krydd og blandið vel saman.
Takið kjúklingabitana og setjið í skálina og húðið vel. 
Setjið í eldfastmót eða beint á bökunarpappír og dreifið smjörklípur yfir kjúklinginn.
Bakið í 10 mínútur á 180 gráður.
Takið kjúklinginn út og dreifið rifnum osti yfir. 
Setjið aftur í ofninn í ca 10 mínútur eða þar til eldaður í gegn.

Góðar með avocado frönskum, sæt kartöflu frönskum, heimagerði kokteilsósu og eða sykurlausri tómatsósu :)

1 comment:

  1. ótrúlega gott, mæli hiklaust með þessu :) takk fyrir uppskriftina.

    ReplyDelete