Wednesday, September 17, 2014

Kókosflögu snakk


Þegar maður vill fá eitthvað gott til að narta í sem er fljótlegt að útbúa?
Þá mæli ég með þessu



Kókos snakk


1 bolli kókosflögur
2msk fljótandi kókosolía
1/2tsk chili krydd
1/2-1tsk hvítlauksalt

Setjið krydd ásamt fljótandi kókosolíu í lítið glas eða skál og blandið vel saman. Setjið kókosflögur í skál og bætið við kókosolíu blöndu. Hrærið vel saman. Dreifið vel á bökunarpappír og setjið í 175 gráður heitan ofn í 3-5 mínútur eða þar til gyllt. Fylgist vel.

Hugmyndir af öðrum útgáfum:

Brúnkökukrydd og sukrin
Sítrónusafi go sukrin
Vanilla og kanil
Ósykrað kakó og sukrin
paprikukrydd og salt
Instand kaffi duft og lakkrísduft




No comments:

Post a Comment