Sunday, October 5, 2014

Appelsínukaka


Meistaramánuður hafin. Þetta árið ákvað ég að taka þátt. En ég nenni ekki að setja mér markmið sem ég veit að ég mun aldrei ná að framkvæma. Markmið mitt á þessu ári er því að drekka 2 lítra af vatni dag hvern. Hingað til hefur það gengið mjög vel. Er með app í símanum sem minnir mig á að fá mér vatnssopa. Það hjálpar að fá sér Slender Sticks í vatnið. Gefur sætt og gott bragð og ég fæ bara ekki nóg af því. Hef bara prófað tvær tengundir en held að þær séu fleiri og þarf að gera mér ferð í búð og kaupa meir.



Appelsínukaka


1 appelsína
rifin börkur
6 egg
100g sukrin
3msk sjóðandi vatn
1tsk vanillu extract eða dropar
180g fínmalað möndlumjöl
1tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt 
1tsk husk
2msk sítrónusafi


Þvoið appelsínuna og rífið börkin utan af með fínu rifjárni. Geymið í skál.
Afhýðið appelsínuna og setjið appelsínuna í blandara og maukið í fínt mauk.
Þeytið egg, sukrin og vanillu extract vel í skál.
Bætið við soðnu vatni, 1msk í einu í skálina.
Blandið þurrefnunum við.
Í lokin er appelsínumauk og börkur bætt út í.

Setjið í springform eða silikonform sem er 22-24 cm á stærð.
Ef þið notið springform er gott að setja bökunarpappír í botninn.
Bakið á 180 gráður í 35-40 mínútur.

Sigtið sukrin melis yfir kökuna þegar hún er orðin köld ef þið kjósið.



No comments:

Post a Comment