Maður er stundum svo hrikalega heftur þegar kemur að því að nota tilbúnar vörur öðruvísi en stendur á pakkanum. Brauðmix eru bara brauðmix og kökumix, kökumix. En ég fór að hugsa um helgina hvað ég gæti gert öðruvísi. Hlýtur að vera hægt að bæta einhverju við eða gera annað en brauð eða köku. Og hugmyndirnar létu ekki á sér standa. Yfir 20 nýjar hugmyndir komu niður á blað og bíða eftir að vera prófaðar. Það fyrsta sem ég prófaði var að gera pizzusnúða og skinkuhorn úr brauðmixinu og heppnaðist það vel að börnin laumuðust í þetta þar til ekkert var eftir nema mylsnur.
Brauðmixið sem ég notaði er frá Funkjonellmat, sama fyrirtæki og býr til sukrin vörurnar.
Brauðmixið er sykur, hveitis og glútenlaust. Ef þið eruð að fylgja LKL þá er eitthvað af höfrum í mixinu en ekki mikið. Hafrar eru í raun há í kolvetnum en í 100g af þessu brauðmixi eru 3.9g af virkum kolvetnum. Ég læt þetta alveg eftir mér en aðallega er þetta búið til fyrir börnin.
Ég notaði ekki leiðbeiningarnar utan á pakkanum til að búa til pizzasnúðana.
Ég notaði ekki leiðbeiningarnar utan á pakkanum til að búa til pizzasnúðana.
Pizzusnúðar
18-20 stk.
1 pakki fínt brauðmix frá Funksjonell Mat
2dl hreint jógúrt
1msk hvítlaukssalt
sykurlaus pizzasósa (ég nota frá Hunt's)
pepperoni
skinka
rifin ostur
Setjið brauðmixið ásamt hreinu jógúrti og hvítlaukssalti í skál og blandið vel saman.
Látið standa í 5 mínútur.
Setjið deigið á smjörpappír og svo annan smjörpappír yfir og rúllið út í ferhyrning. (ef deigið er of blautt er gott að strá smá kókoshveiti eða sesammjöl á smjörpappírinn fyrst). Takið efri pappírinn af.
Setjið pizzasósu, skinkubita og rifin ost á deigið og dreifið vel út.
Rúllið deiginu upp og notið pappírinn til að hjálpa ykkur. Skerið lengjuna í ca 1 cm rúllu og setjið í muffinsform eða beint á bökunarpappír.
Bakið á 175 gráður í ca 12-15 mínútur.
Prófið ykkur áfram með innihaldi. Smurostar, piparostur, sveppir eða eitthvað annað :)
Sniðugt hja þer ;) hvað fekkstu ca marga snuða?
ReplyDeleteég fékk 20 snúða en 4 þeirra voru minni en hinir semsagt endarnir
Delete