Monday, September 22, 2014

Bláberja nammi


Ég á pínu skrítin börn. Þau til dæmis vilja ekki borða grænmeti sem meðlæti með mat heldur borða það alla aðra stundir dagsins. Það má heldur ekki elda grænmeti heldur vera ferskt. Það er ekkert að þessu svo lengi sem þau borða sinn skammt af grænmeti.

Þau eru líka skrítin þegar kemur að t.d bláberjum. Þau (tvö yngri) vilja ekki borða bláberin eins og þau eru frá náttúrunnar hendi en bláberjasultur elska þau.

Við vorum með afmæli um helgina þar sem keypt var hellingur af melónu, vínber, bláber og öðru góðu nammi fyrir krakkana og við vorum með afgangs bláber.
Ekki þýðir að bjóða börnunum að borða þau svo ég ákvað að búa til sultu. Svo ákvað ég að prófa að búa til bláberjahlaup handa þeim.

Úrkoman var góð og er horfin ofan í litla maga og þau spyrja mig hvenær ég útbúi svona aftur næst.



Bláberjahlaup

2 bollar bláber
5 matarlímsblöð
safi úr einni sítrónu
2-4 msk Sukrin melis ef þið viljið sæta


Matarlímsblöð sett í skál með vatni og látin liggja í 5-10 mínútur.
Setjið bláberin ásamt sítrónusafa í pott og látið malla í ca 10 mínútur. 
Setjið í blandara eða notið töfrasprota til að mauka bláberin vel.
Setjið aftur í pottinn og bætið við sætu og svo matarlímsblöðin þegar sukrin melis er alveg blandað við. Setjið á silikon mottu og dreifið úr. Setjið í kæli í klukkutíma.
Skerið í litla bita eða notið lítil kökuform til að skera út.
Setjið í skál og geymið í kæli.

Þetta er frábært sem hollt nammi eða í nestisboxin.

No comments:

Post a Comment