Friday, September 19, 2014

Vanillu ostakaka


Helgi enn og aftur. Tíminn þeytist áfram. Þá á maður að tríta sig vel.
Hér er uppskrift af fljótlegum eftirrétti fyrir tvo.




Vanillu ostakaka

Botn:

50g ljóst kökumix frá Funksjonell
1tsk sukrin gold
5g sykurlaust síróp eða brætt smjör
2msk vatn

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Setjið í tvö lítil form eða glös og geymið í kæli.

Fylling:

2 matarlímsblöð
100g jógúrt
50g rjómaostur
1msk sukrin melis
1/2 vanillustöng
2msk vatn

Setjið matarlímsblöð í skál með vatni og látið liggja í 5 mínútur.
Jógúrt, rjómaostur og sukrin melis þeytt vel saman í skál. Skafið vanillufræ úr stönginni og bætið ofan í skálina og þeytið vel.
Setjið matarlímsblöð í pott ásamt 2msk af vatni og hitið á miðlungshita þar til uppleyst.
Bætið varlega við fyllinguna  á meðan þeytt er.
Skiptið á milli í formin eða glösin og látið kólna í klukkutíma í kæli.
Skreytið með berjum eða sykurlausri sultu.








No comments:

Post a Comment