Ég þarf stundum að leggja mig á daginn þegar ég fæ slæmt gigtarkast. Leggst undir sæng og reyni að slaka á líkamanum eins og ég get og finna verkina fjara út. Þegar ég vakna fæ ég yfirleitt svakalega þörf fyrir sykur, helst súkkulaði. Líkaminn kallar á súkkulaði eftir kastið og ég oft hleyp um eins og bjrálæðingur að róta í öllum eldhússkápum í von um að finna sykur þó svo að ég viti vel að hann er ekki að finna hér. Ég læt mig þá bara vona að ég eigi eitthvað sem ég hef gleymt að henda út.
En, ég er búin að finna eitt sem hjálpar til að slökkva þessa tilfinningu.
Ískaldur Lakkrís Frappuccino. Ó hve ljúft er að fá svona svalandi drykk sem mettar mig, er sykurlaus og kæfir sykur þörfina. Stundum á ég samt sykurlaust súkkulaði í ísskápnum sem ég þá fæ mér en það er gott að eiga eitthvað fleira sem hjálpar til.
Ég prófaði að kaupa Raw lakkrísrótarduft í staðin fyrir þetta fína sem ég hef verið að nota og það er ekkert síðra. Ég get borðað það beint upp úr dollunni ef þannig liggur á mér. Hægt að sjá hvernig það lítur út HÉR
Lakkrís frappuccino
1dl vatn
1 bolli klakar
3msk rjómi
1/4tsk vanillu extract eða dropar
2-3tsk sukrin
1/2-1tsk Lakkrísrótarduft (Raw frá Johan Bulow)
1-2tsk Instant kaffiduft (má sleppa)
Setjið klaka í blandara og malið þá.
Bætið við vatni, rjóma og vanillu.
Bætið við þurrefnunum og blandið við.
Ef þið viljið mjólkurlausa útgáfu er hægt að nota möndlumjólk í stað rjóma.
Ef þið eruð ekki mikið fyrir kaffi er hægt að sleppa kaffinu. Hef gert bæði og jafn gott.
Langar til að spyrja hvar fæst þetta lakkrísduft?
ReplyDeleteLakkrísduftin sem ég nota frá Johan Bülow fást í Epal í skeifunni :)
DeleteEr enginn sykur í þessu dufti? Finnst það eitthvað svo sætt ;)
ReplyDeleteSæl. Það er engin viðbættur sykur í duftinu sem ég kaupi. Eina innihladsefnið er mulin lakkrísrót :)
DeleteOk já er með sama og þú... næstum of gott til að vera satt. Sjúklega gott ,)
Deleteumm hljómar vel , eru allar lakkrísvörurnar frá þessum aðila sykurlausar ?
Delete