Wednesday, March 7, 2018

Hrökkbrauð


Mér finnst hrökkbrauð gott. Hinsvegar vil ég alls ekki hafa neitt hveiti eða spelt í mínu og finnst mér oft erfitt að finna þau í verslunum og ef maður finnur það sem maður vill kostar það oft mikinn pening.

Ég prófaði um daginn að útbúa hrökkbrauð sem ég er núna búin að gera nokkrum sinnum. Alltaf jafn gott. Hefur slegið í gegn hjá vinnufélögunum og heimilisfólki.

Best af öllu er hvað það er auðvelt að útbúa. 






35g möndlumjöl
80g sólblómafræ
40g graskersfræ
55g chiafræ
40g sesamfræ
1tsk salt
1msk husk (má sleppa)
250ml sjóðandi vatn



Hrærið fræjum, salti og huski vel saman. 
Bætið við vatninu og blandið vel saman.
Chiafræin þykkir blönduna á nokkrum mínútum.
Dreifið á bökunarpappír.

Ég stráði smá auka graskersfræ yfir deigið áður en ég bakaði það en það er alls ekki þörf.

Bakið á 150 gráðum neðarlega í ofninum í 45.
Slökkvið á ofninum og látið vera áfram í ofninum í 20 mínútur.

Brjótið hrökkbrauðið niður í bita.

Einnig er hægt að vera búin að skera í brauðið áður en það er bakað.




No comments:

Post a Comment