Prófaði þessa uppskrift af pizzubotni frá henni Maríu Kristu sem ég sá á LKL spjalli á FB og namm!
Fannst ég þurfa að pósta henni hér líka, breytti henni bara ogguponsu því ég átti ekki kotasælu.
Pönnupizza
2 egg
1 góð msk Bacon smurostur
1 góð msk rjómaostur
1msk Husk
2tsk pizzukrydd
Setjið allt í hátt glas eða box og blandið vel saman með töfrasprota.
Setjið í silikonform sem er 9 tommur að stærð. Ég var sjálf með 8 tommu form og fékk aðeins þykkari botn.
Bakið á 200 gráðum í 10-15 mínútur eða þar til pizzubotninn fer aðeins að lyfta sér.
Takið botninn úr ofni og smyrjið sykurlausri pizzusósu yfir og það álegg sem þið viljið ásamt rifnum osti og bakið áfram í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er gylltur.
Fljótlegt og mjög gott hjá henni Kristu :)
No comments:
Post a Comment