Fallegir, góðir og krúttaðir marengskossar. Fullkomnir fyrir sykuralausan september og alla hina mánuði ársins.
Marengskossar
4 eggjahvítur (stofuhita)
50sukrin (eða 25g sukrin og 25g sukrin plús)
1/4tsk salt
2tsk vanillu extract
1tsk sítrónusafi
matarlitur ef þess er óskað
Þeytið hvítur ásamt extract, salti og sítrónusafa. Bætið varlega við sukrin, 1 tsk í einu. Stífþeytið vel.
Setjið marengsinn í sprautupokka og sprautið á bökunarpappír kossana.
Setjið neðarlega inni í ofn sem er 150 gráður án blásturs og bakið í 50 mínútur. Slökkvið svo á ofninum og notið sleif til að halda rifu opinni á ofninum og látið kökurnar kólna í nokkra klukkustundir eða yfir nótt.
Hvað er vanillu exrract og hvar færðu það?
ReplyDeleteExtractinn er búinn til með því að láta vanillustangir liggja í alkahóli og vatni í visst langan tíma.
DeleteMeð því fæst mjög sterkt ekta vanillubragð sem gerir kökur, krem, eftirrétti og allt sem ykkur dettur í hug að setja vanillu extractinn útí að rétti með sterku og fylltu vanillubragði. Eftir að ég uppgvötaði extractinn þá nota ég ekki lengur vanillurdropa. En þú getur gert það ef þú vilt :) Ég kaupi þetta í hagkaup.