Friday, September 26, 2014

"Ferrero Rocher" konfekt

Hæ, nammifíkillinn hér aftur. Eina ferðina enn.
September er sykurlaus hjá ansi mörgum og það þýðir fyrir mig að þá verð ég að búa til eitthvað gott fyrir mig sem er sykrlaust og hef sjaldan staðið eins mikið í eldhúsinu að búa til gotterí.

Þetta, já þetta er svo gott að ég tárast við það að horfa á konfektið. Ég asnaðist til að hafa þetta mæðgna stund og dúllast með að gera þetta með frumburðinum. Hann táraðist líka þegar hann fékk fyrsta molann. Hann er búin að spyrja mig svona 105 sinnum í dag hvenær ég geri svona aftur. Ég humma bara og segi fljótlega, fljótlega og læt hann ekki vita að enn eru nokkrir molar inn í kæli sem bíða eftir að ró og næði verður komið í kotið svo ég get borðað þetta ein í kvöld. Ég get ekki beðið.

Ef þið notið Balance súkkulaði getiði notað gyllta pappírinn utan um súkkulaðið utan um kúlurnar og setja þær svo í lítið konfekt form til að gera svipað útlit og fyrirmyndin ;)






Ferrero Rocher konfekt

Núggat

200g heslihnetusmjör
150g sykurlaust súkkulaði
5 dropar via-health súkkulaði stevía (má sleppa)

Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði ásamt stevíu (má sleppa). Bætið við heslihnetusmjörinu og blandið vel saman. 
Setjið í skál eða form með bökunarpappír í botninum og inn í kæli í minnsta kosti klukkutíma.

Konfekt

50g heslihnetur
1 skammtur núggat
Nokkrar heilar heslihnetur
150-200g sykurlaust súkkulaði

Takið núggat og skafið eina væna tsk og setjið á bökunarpappír. Best er að vinna með það kalt.
Þrýstið því aðeins niður og setjið eina heila heslihnetu í og myndið svo kúlu utan um hnetuna.
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.  Saxið heslihnetur smátt og blandið við súkkulaðið .
Hjúpið kúlurnar í súkkulaðinu og látið í lítil konfekt form og inn í kæli.







3 comments:

  1. Hvar fær maður heslihnetusmjör?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég kaupi það í Nettó. Er hjá heilsuvörunum og merkið er Rapunzel

      Delete
  2. Hvar fær maður heslihnetusmjör?

    ReplyDelete