Saturday, September 6, 2014

Spínat snakk


Á miðvikudaginn var loksins myndataka fyrir bókina. Ég játa það alveg hér og nú að ég vildi alls ekki hafa mynd af mér á forsíðunni, gat sætt mig við eina litla mynd af mér á bakhliðinni. En útgefandi vildi endilega hafa þetta svona svo ég sló loksins til. En þar sem bloggið er í raun hálfgert alter ego. Hér get ég skrifað það sem ég vil og áhyggjur og hlutir sem eru erfiðir í lífinu þurfa ekki að koma hér, hér get ég því aðeins komið mér í burtu frá því. Hljómar þetta skringilega? Æj getur verið erfitt að útskýra en ef maður á erfiðan dag eða gigtin alveg að gera út af við mig þá get ég sett uppskrift inn á bloggið og skrifað um allt annað en það og það hjálpar.

En aftur að myndatökunni. Þar sem bloggið er svona, þá ákvað ég að fara alla leið í myndatöku. Fór því í Kjólar og Konfekt og mátaði svona 45 kjóla án gríns og þetta eru þykkir og miklir kjólar og án djóks, svitinn rann af mér þarna inni við að máta. Ég fann rétta kjólinn og pantaði tíma í greiðslu og förðun. Ég meina eins gott að hafa þetta flott því ég mun þurfa að lifa með þessar myndir það sem eftir er. Útkoman varð því svona
Sonur minn tók þessar myndir þegar ég kom heim og ég lék mér við að gera þær svona vintage.




Ég á mjög erfitt að standa fyrir framan myndavélina og brosa en þegar maður er komin í hálfgerðan búning þá er þetta ekki lengur maður sjálfur heldur karakter sem maður býr til og hrikalega var þetta gaman og hlakka ég til að sjá útkomuna :) Helst myndi ég vilja klæða mig og greiða alla daga þetta var svo gaman :)

En ok að snakkinu.
Ég er búin að vera með þessa uppskrift í heilt ár og geri reglulega. Í raun er þetta ávanabindandi. Þegar þú tekur fyrsta bitann þá er ekki aftur snúið og snakkið klárast á nokkrum sek.


Spínat snakk fyrir einn

Handfylli af spínati
Olía
Salt
Chili, hvítlaukskrydd eða annað krydd eftir óskum

Handfylli af spínati sett í stóra skál.
 Hafið helst öll blöðin af svipaðri stærð. 
Setjið smávegis af olíu út í og hrærið rólega í skálinni með skeið. 
Dreifið spínatblöðum á bökunarpappír og stráið salti og smá chili yfir. 
Bakað við 180 gráður í 8-10 mínútur eða þar til það verður stökkt.


2 comments:

  1. Sæl Hafdís,

    bakar þú spínatið við blástur eða undir/yfirhita? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl. Ég var með blástur. Ég nota yfirleitt blástur á allt nema annað sé tekið fram ;)

      Delete