Sunday, August 31, 2014

Hnetusmjörs brownie

Þá er sumarið formlega búið. Börnin byrjuð í skólanum og fyrstsa haustlægðin búin að herja á okkur síðasta sólarhinginn. Eins og alltaf þegar haustið byrjar að taka á sig mynd og ég kveiki á trilljón kertum þá kemur jólabarnið upp í mér. Já ég er þessi skrítna sem byrja að hugsa og skipuleggja jólin í lok ágúst. En að bakstri. Henti í þessa köku í dag því ég varð að prófa nýju strásætuna frá Via-Health sem er væntanleg í Krónuna núna eftir helgina og ómæ ómæ, þetta var svooo gott. Stundum finnst mér það vera kostur ef börnin finnst baksturinn vondur, þá þarf ég ekki að deila með þeim. Eins og með þessa. Hefði alveg mátt finnast hún vond svo ég gæti notið þess að borða allan skammtin ein.




Hnetusmjörs brownie

60g smjör
60g sykurlaust súkkulaði
1 egg
1 eggjarauða
3msk Fínmalað Erytrítól frá Via-Health eða sukrin melis
1/2 tsk vanillu extract eða dropar
6 dropar Via-health original stevía
1.5-2 msk ósykrað kakó
2 tsk eða msk af hnetusmjöri

Smjör og súkkulaði sett í pott og brætt á lágum hita.
Egg, eggjarauða, strásæta, stevía og kakó þeitt vel saman í tvær mínútur.
Bætið súkkulaðið við og blandið vel.
Smyrjið með smjöri tvö lítil eldföst mót (eins og maður notar fyrir creme brulee)
Setjið helminginn af deiginu í formin, setjið sitthvora tsk eða msk af hnetusmjöri í mitt formið og svo hellið rest af deigi yfir. Bakið á 190 gráður í 10-12 mínútur.
Látið kólna. Notið hníf til að losa kökuna frá hliðum formsins og setjið á disk. Setjið smá fínmalaða strásætu yfir og berið fram með þeyttum rjóma.

Það er örugglega líka mjög gott að setja heslihnetusmjör eða núggat í stað hnetusmjörsins.




2 comments:

  1. Vá hvað þessi er flott! Hlakka til að prófa, hnetusmjör og súkkulaði getur ekki klikkað :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hrikalega gott. Alls ekki verri daginn eftir köld með slatta af rjóma ;)

      Delete