Friday, March 10, 2017

Karamellu ostakaka Dísu

þessa uppskrift krotaði ég niður á blað í kaffinu í vinnunni um daginn og bíð eftir að hafa tækifæri til að endurgera hana ;)


Karamellu ostakaka Dísu

Botn
60 g smjör
170 g pekanhnetur
1 msk sukrin gold (púðursykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)
3 msk kókosmjöl
1 tsk kanil

Setjið hneturnar í matvinnsluvél og vinnið þær í mjöl. Einnig er hægt að hafa botninn grófari og setja hneturnar í poka og berja aðeins með kökukefli.  Var sjálf með grófhakkaðar hnetur í botninum.
Setjið smjör í pott og bræðið.
Bætið við hráefninu ofan í og blandið vel saman. Notið 20 cm springform eða silikonform og setjið botninn í. Ég notaði silikonform og setti botninn í frystinn í korter og tók hann svo úr forminu, setti álpappír ofan í formið og upp með hliðunum og botninn svo ofan á. Þetta gerði ég svo auðveldara yrði að fjarlæga kökuna þegar hún væri tilbúin.

Karamella
250 ml rjómi
5 msk Fibersirup Gold (sykurlaust síróp sem fæst í flestum verslunum) 
Setjið í hæfilega stóran pott og fáið suðuna upp. Lækkið undir hitanum og látið malla þar til karamellan fer að þykkjast. Tekur um 15-20 mínútur

Fylling
250 g rjómaostur 
80 g sukrin melis (flórsykur ef þið eruð ekki að forðast sykur)
1 tsk vanilla extract eða vanilludropar
3 dl þeyttur rjómi
100 g af karamellu (karamellan þarf að vera búin að kólna áður en sett út í)

Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
Rjómaostur, sukrin melis, karamella og vanilla extract þeytt vel saman og í lokin er rjóminn varlega blandaður við.
Setjið yfir botninn.
Setjið restina af karamellunni yfir kökuna ásamt pekanhnetum og síðan inn í ísskáp.
Takið kökuna varlega úr forminu og setjið á kökudisk.
Njótið.
 

1 comment: