Sunday, January 11, 2015

Vanilluís


Fyrir slysni rakst ég á myndband sem sýndi hvernig ætti að nota Kitchenaid ísskál til að búa til ís. Eftir að hafa horft á það var ekki aftur snúið. Ég varð að eignast svona skál.
Maðurinn minn var ekki eins sannfærður og var viss um að þetta yrði enn ein eldhúsgræjan sem myndi safna ryki inn í skáp, eins og safa pressan mín. (Vantar einhverjum safapressu??)

Ég fékk í jólagjöf frá maka og börnum því inneign fyrir þessari ísskál þar sem hún var uppseld.
Fékk hana í hendurnar á föstudaginn og í gærkvöldi var frumraunin í ísgerð.
Spennan var mikil og fann ég þetta krútt standandi yfir vélinni.


Áhyggjur eiginmannsins að þessi græja safni ryki upp í skál hurfu þegar hann smakkaði ísinn og sagði hann að héðan í frá yrði ekki aftur keyptur ís.

Ég er með valkvíða hvernig ís ég ætla að búa til næst. Held að súkkulaði sorbet ís eða heslihnetu ís verður fyrir valinu. Ég er núna að reyna finna út hvernig ég komi Kitchenaid vélinni og ísskálinni með mér í sumarfríið í fellihýsinu....




Vanilluís


250ml rjómi
250ml möndlumjólk eða önnur mjólk
50g sukrin
1 vanillustöng
1tsk vanilludropar eða extract


Skerið vanillustöng í tvennt og fræhreinsið.
Setjið hráefnin í pott og hitið örlítið og hrærið í þar til sukrin er uppleystur.
Fjarlægið vanillustöngina og látið blönduna kólna.
Setjið í ísvél eftir leiðbeiningum.

Ef þú átt ekki ísvél geturu skipt út möndlumjólk fyrir rjóma og þeytt allan rjómann.

1 comment:

  1. Frábært, var einmitt að kaupa mér svona ísskál fyrir Kitchenaid!

    ReplyDelete