Tuesday, January 13, 2015

Blómkálsklattar

Ég dreymi um ís allan sólahringinn núna og er búin að ná að búa til ís tvisvar sinnum með nýju ísvélinni. Í gærkvöldi bjuggum við til súkkulaði sorbet sem kom vel út. Of mikið súkkulaði bragð fyrir okkur hjónin en börnin borða hann með bestu lyst.

Ég varð samt að taka mynd af ísnum til að eiga og notaði nýja bollan minn frá Royal Albert. Fékk hann í afmælisgjöf frá foreldrum mínum og hef ákveðið að byrja safna bollastelli frá þessu merki. Er sjúklega ástfangin af því, meina hvernig er það ekki hægt?








3 egg
1 blómkálshaus
2 hvítlauksgeirar, smá saxað
100g rifin ostur
3msk kókoshveiti
1/2tsk pipar
1/2tsk salt
1-2tsk dijon sinnep
niðurskorin skinka, pepperoni eða annað álegg.


Skerið blómkálið í litla bita og setjið í örbylgju í ca 15 mínútur þar til soðið.
Setjið í skál og maukið gróflega með gaffli. Bætið við öllum hráefnunum og blandið vel saman.
Útbúið litla klatta með höndunum og steikið með smjöri eða olíu á pönnu þar til gyllt.

Einnig er hægt að nota þessa uppskrift til að búa til hálfgerða eggjahræru. Steikja bara á pönnu. Kemur mjög vel út.

No comments:

Post a Comment